Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 110
108
Ég vil samt fá að heyra það. Af þínum vörum. Svo ég trúi.
Og samt mun ég aldrei trúa því. Segðu það.
Mig er farið að verkja í olnbogann af því að liggja svona,
sagði hann, setti fæturna fram á gólf og íór að nudda stirðan
handlegginn, teygði sig síðan eftir fötunum á stólbakinu.
Þögn. Hann fann, að hún virti hann fyrir sér. Ró hennar
og öryggi gerði hann óstyrkan. Það var eins og hún vissi sig
búa yfir leyndu afli, sem hann mundi ekki ráða við. Hann
hafði hálft í hvoru vonað, að hún mundi-reiðast, ausa hann
svívirðingum, öskra, hágráta. Þá hefði allt verið auðveldara.
Þá væri hægt að höggva á strenginn. Á morgun mundi hann
verða kominn út á sjó, á leið til útlanda og hann sá fyrir sér
borgir og lönd, álfur og þjóðir. En honum varð ekki rórra.
Hann virti enn fyrir sér riddarann og drekann. Riddarinn var
einn.
Sigldu, sagði hún. Einhverjar verða til að svala þér á leið
þinni. Einhverjar tilbúnar, þegar þú kallár. Og hverfa aftur
auðmjúkar af vegi þínum við minnstu bendingu. Eftir verður
ekkert nema nafn í minningabók.
Hann stóð á gólfinu alklæddur og horfði út um gluggann
á sofandi borgina. Borgina, sem brátt mundi vakna og hefja
sinn daglega ys og eril, hlaup og kaup. Hann var feginn, að
þá yrði hann farinn.
Lofaðu mér einu, sagði hún. Komdu aldrei aftur. Ég vil
ekki dagar mínir eitrist af von, sem aldrei rætist.
Fyrirgefðu mér, sagði hann með viprur í munnvikjum. Þeg-
ar ég sagðist vera hrifinn af þér, þá sagði ég satt. Nú þegar
ég vil kveðja, segi ég líka satt.
Hann kveikti sér í annarri sígarettu og bar eldspýtuna upp
að henni með snöggri hreyfingu.
Og þó á hver maður eitt fjöregg, sagði him. Jafnvel þótt
maður sé bara nafn í minningabók.
Ha? sagði hann.
Og jafnvel þó seinna komi aðrir til mín, þá verður þú