Árbók skálda - 01.12.1955, Page 110

Árbók skálda - 01.12.1955, Page 110
108 Ég vil samt fá að heyra það. Af þínum vörum. Svo ég trúi. Og samt mun ég aldrei trúa því. Segðu það. Mig er farið að verkja í olnbogann af því að liggja svona, sagði hann, setti fæturna fram á gólf og íór að nudda stirðan handlegginn, teygði sig síðan eftir fötunum á stólbakinu. Þögn. Hann fann, að hún virti hann fyrir sér. Ró hennar og öryggi gerði hann óstyrkan. Það var eins og hún vissi sig búa yfir leyndu afli, sem hann mundi ekki ráða við. Hann hafði hálft í hvoru vonað, að hún mundi-reiðast, ausa hann svívirðingum, öskra, hágráta. Þá hefði allt verið auðveldara. Þá væri hægt að höggva á strenginn. Á morgun mundi hann verða kominn út á sjó, á leið til útlanda og hann sá fyrir sér borgir og lönd, álfur og þjóðir. En honum varð ekki rórra. Hann virti enn fyrir sér riddarann og drekann. Riddarinn var einn. Sigldu, sagði hún. Einhverjar verða til að svala þér á leið þinni. Einhverjar tilbúnar, þegar þú kallár. Og hverfa aftur auðmjúkar af vegi þínum við minnstu bendingu. Eftir verður ekkert nema nafn í minningabók. Hann stóð á gólfinu alklæddur og horfði út um gluggann á sofandi borgina. Borgina, sem brátt mundi vakna og hefja sinn daglega ys og eril, hlaup og kaup. Hann var feginn, að þá yrði hann farinn. Lofaðu mér einu, sagði hún. Komdu aldrei aftur. Ég vil ekki dagar mínir eitrist af von, sem aldrei rætist. Fyrirgefðu mér, sagði hann með viprur í munnvikjum. Þeg- ar ég sagðist vera hrifinn af þér, þá sagði ég satt. Nú þegar ég vil kveðja, segi ég líka satt. Hann kveikti sér í annarri sígarettu og bar eldspýtuna upp að henni með snöggri hreyfingu. Og þó á hver maður eitt fjöregg, sagði him. Jafnvel þótt maður sé bara nafn í minningabók. Ha? sagði hann. Og jafnvel þó seinna komi aðrir til mín, þá verður þú
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.