Árbók skálda - 01.12.1955, Page 39

Árbók skálda - 01.12.1955, Page 39
37 Hún þrífur vatnsslönguna og sprautar á Ásbjörn, en hann forðar sér út. Sumarið er brátt á enda, og hann hefur veitt því athygli, að sólin er farin að setjast í vestri. Hann hefur sagt upp her- berginu. Hann hefur ekki lengur ást á þessum blettum eða þessum litlu húsum hér í kring. Þau eru orðin honum ókunn og fjarlæg. Meira að segja á þjóðveginum er annarlegur blær. lóna er orðin kaþólsk, og hann er sannfærður um, að það sé rétt. Hann hefur líka frétt, að hún sjáist oft í kaþólsku kirkjunni og sé staðráðin í því að ganga í klaustur. Enda hef- ur hún ekki sézt með karlmönnum. Og nú stendur hann hér seinasta morguninn á kolli sínum og horfir á gluggann hennar Jónu í kveðjuskyni og sér gluggatjöldin hennar bærast fyrir haustgolunni. Hann horfir líka á útidyrnar hennar og á tröpp- urnar. Og allt kemur þetta honum ókunnuglega fyrir sjónir. Vertu sæl, Jóna mín, segir hann f hálfum hljóðum, það er sorglegt, að þú skulir vera á leiðinni í klaustur. Við verðum bæði einmana um alla framtíð, vertu sæl, vertu sæl .... Hon- um finnst örlög þeirra vera ráðin. Og hann horfir til himins eins og þar sé lausn og band örlaganna. Sólin brýzt út úr skýjunum. Þjóðvegurinn er þvalur eftir næturdöggina. Það er óvanalega hljótt. Ekki kvik á nokkru strái. Stakir fuglar fljúga á víð og dreif, því að enn eru far- fuglarnir ekki teknir að hópa sig saman. Langt í fjarska hneggjar einmana hestur. Útidyrnar eru snögglega opnaðar, en lokað samstundis aft- ur. Brezkur herflokkur fer eftir þjóðveginum. Hann stefnir út úr borginni. Hermennimir hafa allir uppi byssur og byssu- stingi. Á herðunum bera þeir grænar regnslæður. Liðsfor- ingjamir, undirforingjamir, undirundirforingjamir og undir- undimndirforingjamir hafa sett upp þessi sérstöku andlit, sem eiga að gefa til kynna, að hermenn séu ekkert blávatn. Þegar herflokkurinn er kominn alllangt frá húsunum, opnast dyrnar aftur og út kemur sjálfur Benton, margra bama faðir frá London, hershöfðinginn með jámandlitið. Jóna stendur í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.