Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 8

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 8
í þessari grein, 1 draumi sérhvers manns, bezt dæmi um hið nýja við- horf skáldsins, algildust túlkun heim- spekilegrar afstöðu hans á þessum tíma: Allt líf okkar ferðumst við í blekkingu sem við höfum gert okkur sjálf, og þessi blekking getur tekið yfirráðin í lífi okkar, vaxið milli okk- ar og „þess sem lifir“. Þessi blekking — draumurinn — rís gegn öllu því er við höfum áunnið okkur, „skoðun, reynslu og trú“, og þar með riðum við til falls. Við gefumst upp fyrir draumi okkar, hverfum til hans og verðum loks draumur hans, — draum- urinn hefur sigrazt á okkur. En þótt draumurinn — skáldskapur okkar, von okkar, ást okkar — geti þannig tekið yfirráðin í lífi okkar fer því fjarri að hann hrósi lokasigri. Við er- um sjálf orðin „draumur hans“, — og sama sagan getur hafizt á nýjan leik. Þessi sömu viðhorf koma víða fram annars staðar í bókinni: „ekkert er til nema aðeins það, sem ekki er til“, segir á einum stað, og í fremsta ljóði bókarinnar segir: „Og ég var aðeins til í mínu ljóði" Það er draumurinn einn sem skiptir máli, hið eina sem raunverulega á sér tilveru og tilgang. Hér að framan var lauslega drepið á þrálátar formtilraunir Steins og tví- skinnunginn í Ijóðum hans, milli rím- aðra Ijóða og órímaðra. Viðleitni hans cr stöðugt hin sama, að klæða hugsun sína sem fullkomnustum ljóðbúningi þar sem einfaldleiki er höfuðkrafa, og þessari þróun má fylgja bók frá bók. (T. d. Minning í Rauður loginn brann, Götuvísa í Ljóðum, Haf í Sporum í sandi og Hús við Hávallagötu í Ferð án fyrirheits.) Annars vegar er ein- 6 faldleikakrafa og umsvifaleysi hinna órímuðu Ijóða, hins vegar formfegurð og skáldlegt flug hinna ríniuðu: þau ljóð sem sameina þetta tvennt eru beztu ljóð Steins. Mönnum kann að sýnast að sú „heimspekileg niðurstaða" Steins sem lýst er hér að framan sé í rauninni engin niðurstaða og þaðan af siður heimspeki. Engu að síður er hitt ský- laust að eftir Ferð án fyrirheits tek- ur skáldskapur Steins nýja stefnu í flestum greinum, önnur viðfangsefni sækja á hann, — og hann nær nýjum áfanga í Ijóðlist sinni, þótt eflaust komi þar ýmis fleiri rök til. Á næstu árum birtist engin ný ljóðabók af hendi Steins, en ýmsar til- raunir hans í nýstárlegum stíl komu í tímaritum. Hluti þessara Ijóða birt- ist svo í bók, Tímanum og vatninu, 1949 (aukin útgáfa í ljóðasafni Steins, Ferð án fyrirheits, 1956.) Að mínu viti eru þessi ljóð snjöllust verka Steins. Hér tekst honum að sameina gamalt og nýtt á nýjan og áhrifarík- an hátt, fegurð þessara Ijóða er hrein og skýlaus, ofar hverri kröfu um pre- dikun og boðskap, þau höfða ekki til beins skilnings heldur frekar til skynj- unar og samlifunar: þar felst gildi þeirra. Steinn hefur sjálfur látið svo ummælt í blaðaviðtali að Tíminn og vatnið hafi upprunalega verið hugsað sem texti við ballet, en hann hafi gefizt upp við allt fyrirtækið í miðj- um klíðum (ívitnað eftir minni). Ekki veit ég hvort þessi ummæli eru drjúg til skilnings á kvæðunum, en mér hafa ævinlega virzt Ijóðin myndræn, hnit- að form þeirra og óvægin skírskotun eru á einhvem hátt mónúmental. Og í heild sinni er þessi ljóðasamstæða DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.