Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 12

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 12
maðurinn notaði ti'mann ti! að íægja speglana og þvo skálarnar. Hann fór sér hægt því hann var citthvað miður sín og þreifaði oft eftir umslaginu til að ganga úr skugga um að það væri á sínum stað. Um kvöldið var dansleikur og unga fólkið þyrptist að til að heyra negrakonuna svngja. Omurinn af dimmum söngvum barst alla Ieið inná salernið þegar dyrnar voru opnaðar. Það var mikið fjör í fólkinu og sífelldur straumur út og inn, glasaglamur og kliður, hlátrasköll og liróp blandaðist saman við hljóðfæraslátt- inn. Klósettmaðurinn hafði hægt um sig og hélt sig útí horni, teygði frá sér langan handlegg- inn til að hursta kuskið af þeim sem höfðu lokið sér af og stóðu fyrir framan spegilinn, þvt ðu sér um hendur, greiddu á sér hárið og hagræddu bindishnútnum. Stundum þurfti hann að fara inná salernin og skola niðurúr þeim því sumir glevmdu að toga í keðjuna sem hleypti úr vatnskassan- um. Uppúr miðnætti var söngurinn hljóðnaður, gcstirnir farnir, þjónarnir búnir að gera upp og salir hótelsins stóðu kaldir, dimmir cg tómir. Dansleiknum var lokið. Klósettmaðurinn dundaði við að sópa gólf- ið. Dómkirkjuklukkan var nýbúin að slá eitt þegar hann rak upp lágt óp og greip fyrir hjartað. Hann fann að hann var að detta og skjögraði þangað sem næst var að fá sér sæti. Það var klósettið í innsta klefanum. Hann lyppaðist niður á setuna og þreif í fáti eftir brúna umslaginu í vasanum. Svo sortuaði hon- um fyrir augum og höfuðið hné framá við. I>að var ekki komið að honum fyrren næsta morgun, þá var hann stirðnaður þar sem hann sat á klósettsetunni og hafði fallið framá hnén. I>að var töluvert bras að krma honuni út því hann var langur og ómeðfærilegur en klefinn þröngur og lítill. Skrifstofumaðurinn stjórnaði verkinu og gaf stutrar og markvissar fyrirskipanir. Þegar þeir höfðu bisað líkinu út varð skrifstofumannin- um af tilviljun Iitið ofaní klósettið og sá þá grilla í einhvern brúnan pappír sem þar var á floti. Hann gat ekki varizt því að verða cilítið há- tíðlegur þegar hann rétti út höndina til að reka smiðshöggið á það skylduverk sem hinn látni hafði verið að vinna þegar dauðann har að, skrifsrofumaðurinn var alvarlegur og ein- beittur á svip þegar hann togaði í keðjuna sem hleypti úr vatnskassanum og skolaði nið- urúr salerninu. Okt—nóv. 1958. 10 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.