Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 16

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 16
skýring mun ekki rædd hér, en margt virðist styðja hana og kerfið er a.m.k. einfalt. En langskemmti- legasta hliðin á þéttbýlisleifum er sá byr, sem þær gefa hugarfluginu. Fátt gefur eins ljósa innsýn í daglegt líf fyrr á öldum og náin athugun á rústum bæjar eða borgar, þar sem lausir munir hafa varðveitzt að ein- hverju leyti jafnframt rústunum. Þá er eins og rústirnar fvll- ist fólki, og aðkomumaður sér fyr- ir sér daglega önn, handverksmenn á verkstæðum, bændur á markaði, kaup- héðna, húsdýr á götum og torgum, börn, umrenninga, höfðingja, dandi- menn. Það er scinlærð íþrótt að skoða þéttbýlisleifar með fornminjum frá löngu tímaskeiði, þar sem gamalt og nýtt blandast, en það er yfirleitt ó- maksins vert. Norðurlandabúar eiga ekki eins hægt með að hverfa inn í andrúmsloft fornra bæja og nágrann- arnir sunnar í álfunni, því hin elztu kauptún má telja á fingrum sér, og þau voru hvorki stór í sniðum né reist úr haldgóðu efni. Þar eð fornar þétt- býlisleifar eru svo sjaldséðar á Norð- urlöndum, er skiljanlegt, að menn veiti liverju eyðiþorpi úr heiðnum sið fyllstu eftirtekt. Meiri hluta ísaldar lágu Norður- lönd undir jökli. Fornsteinöld þeirra var því ekki löng, og við þekkjum engar grafir frá þeim tíma, en frá miðsteinöld hefur ein gföf fundizt. Steinöld hin nýja, öld akuryrkju og fastrar búsetu, rann upp í Vestur- asíu, e.t.v. um 7000 f. Kr. (Jericho). Upp frá því hefur Vesturasía forust- una í tækni, þaðan berst kunnátta til hagnýtingar málma og margvísleg Þorkell Grímsson jieddist 13. apríl 1929 í Reykjavík, sonur Grims Þorkels- sonar skipstjóra og konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Stúdent jrá A1 enntaskólan- um í Reykjavtk 1949. Hélt þá um haust- iS til náms í Frakklandi og lagSi stund á fornminjajrceði, listasögu og sögu t Paris og Montpellier jram til 1953. Það ár lauk hann licencié-és-lettres prófi í Frakklandi. Árin 1954 til 1957 stundaði hann jramhaldsnám í jornminjajrœði og listasögu í Þýzkalandi, Danmörku og Englandi. Þorkell var skipaður sajnvörð- ur við Þjóðminjasajn Islands frá 1. des. 1958. 14 Ritstj. DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.