Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 17

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 17
Skiplaga grafarumgjarðir. (Acta Archeol. 1953, bls. 190) önnur áhrif hafa án cfa náð til kring- byggjanna, Evrópubúa jafnt sem annarra. Er ekki ósennilegt, að aust- rænir menningarstraumar og þjóð- flutningar hafi borið með sér ný greftr- unarform til Vesturlanda. Þegar ný- steinöld gengur í garð í Danmörku, líklega um 2000 f. Kr., hefur borgarmenning staðið í Egyptalandi og Mesópólamíu í um þúsund ár. Ilvcrnig sem áhrifum hennar kann að vera háttað, verða brátt greinileg þáttaskipti í greftrunarsiðum Norð- urlanda. Fer nú að tíðkast að reisa steinbyrgi yfir hina látnu, og voru þau hlaðin úr hellum og grettistök- um og orpinn haugur yfir. Annar al- gengur siður var að leggja líkið á jörðina og hylja það þunnu moldar- lagi (d. Fladmarksgrav). Barst hann frá Mið-Evrópu, en hitt greftrunar- formið, haugana, má rekja suður með ströndum Atlantshafs og austur Miðjarðarhafsstrendur. Frá því um 2000 f.Kr. finnast minjar um bálfarir í Mið-Evrópu, en ckki vita menn hvar sá siður á upptök. Brunagrafir voru snemma fjölbreyttar, oft var dálítill haugur orpinn yfir öskuna, einnig var hún lögð á afmarkaðan reit eða sett í leirker. Nýsteinaldarmenn Mið- Evrópu læra að vinna bronz um 1800 f. Kr. Bronzöld hefst í Danmörku um 1500 f. Kr. og stendur yfir í rúm þús- und ár. í kjölfar bronzaldartækninn- ar sigldi líkbrennsla og nær sá siður fótfestu í Danmörku undir lok bronz- aldar. Haugar bronzaldar eru all frá- brugðnir nýsteinaldarhaugunum, en engu síðri að reisn og geyma oft mjög DAGSKRA 15

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.