Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 24
sláttumanns. G. Galster myntfræð-
ingur hefur lesið á peningana, og fer
hér á eftir listi yfir áletranir þeirra,
byggður á úrvinnslu Galsters.
1) Knútur ríki (ríkisstjórnarár 1016
—1035). Huntingdon. Godelad.
2) Hörðaknútur (1035—1042). Ála-
borg. Alfric.
3) Sveinn Ástríðarson (1047—1076).
Slagelse.
4) Sveinn Ástríðarson.Lundi.Svafa.
5) Vilhjálmur bastarður (1066—
1087). Lincoln. Ulf.
6) Haraldur hein eða Knútur helgi.
Viborg eða Álaborg.
7) Sama myntslátta og 6).
8) Sveinn Ástríðarson(P)
9) Sleginn í Danmörku á 11. öld(?)
10) Vilhjálmur bastarður. Tamworth.
Lifwine.
11) Sveinn Ástríðarson. Viborg.
Má álykta af þcssum peningum, að
Silíurnœla í Urnes-súl. (Acta Archeol. 1955,
bls. 184)
húsin á grafreitarsvæðinu séu frá því
seint á 11. öld, en þorp þetta á Lind-
holm Höje mun hafa lagzt í evði ekki
all miklu seinna, eða um 1100.
Á hæðarkambinum fyrir norðan
grafreitinn stóð þorpið, sem var sam-
tíða honum. Einungis lítill hluti
þessa svæðis hefur verið kannaður,
en þegar hafa fundizt 11 húsgrunnar,
5 brunnar, vegarspotti o. fl., sem
bendir til fjölmennrar byggðar.
Brunnarnir voru um 3 metrar á dýpt
að jafnaði, klæddii1 innan með traustri
trégrind og tágafléttingum, í þeim
lágu nokkrir lausir munir, flcstir auð-
kennalitlir.
Á norðursvæðinu stóð hús nr. 1389
(mynd nr. 8). Það hefur verið 19 m.
á lengd, 5 m. á breidd milli miðra
veggja, en þeir svigna til gaflanna,
sem eru 4 m. á breidd. Hafa gildar
veggfjalir verið reknar lóðrétt í sand-
inn. og sjást förin grcinilcga. Stólpa-
holur umlykja húsgrunninn. Sést á
stefnu þeirra, að stuðningsstólpum
hússins hefur hallað svo mjög. að þeir
hafa numið við veggina í 1.50 m. hæð
frá jörðu. Oll lögun hússins og smíða-
einkenni svarar til vel þekktrar teg-
undar timburhúsa á víkingaöld. sem
m. a. er fræg frá víkingavirkinu
Trelleborg á Sjálandi.
Ymsar skýringar hafa verið gefnar
á gerð Trelleborg húsanna, má geta
þess, að nýlega hafa menn heimfært
þau undir svonefnda útbrotatilhögun,
sem var lengi við líði hér á Islandi.
I úrgangsgryfju í nánd fannst m.a.
peningur, sleginn í Leuwarden á rík-
isstjórnarárum Hinriks keisara þriðja,
að tilhlutan Brunos greifa. milli 1039
og 1046. Einnig fannst þar silfurnæla,
22
DAGSKRA