Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 27
Dinganes
Tvö atriði úr leikriti eftir Erling Halldórsson
1. þáttur,
1. atriði.
AF ÓFYRIRSTÁANLEGUM ÁSTÆÐUM
HEFUR GUNNLAUGUR TEKIÐ VERSL-
UN FÖÐUR SÍNS í SÍNAR HENDUR • EN
HVAÐ HÁIR HONUM? STRÍÐINU ER
LOKIÐ OG EFTIR SAMNINGI Á HER-
INN AÐ VERA Á FÖRUM.
Búðin, síðla dags.
Gunnlaugvr horíir á s-þegilinn þcgar
Heiga kemur inn.
HF.LGA. Hvað sérðu?
GUNNL. (snýr sér við, íagnandi) Loksins!
Hann tekur skref til hennar, en hikar
við... Allt til loka forðast liann tillit
hennar.
I’ú varst lengi.
HELGA. Eg missti af strætó, ég varð að
ganga...
GUNNL. Síðan ég hringdi hefur enginn kom-
ið... Ég reyndi að drepa tfmann með því
að þurrka hrein glös ...
HELGA. (kátlega) Mamma sagði í spaugi við
ættum báðar stefnumót við unnustann...
Hún fór suður í kirkjugarð, ég kem til
þín...
Hún htasr lágt, sest til vinstri.
Hún kann að koma orðum að því, sú
gamla!
Þögn.
Jæja, hvað svo?
Gunnlaugur gcngur yfirfyrir harborð-
ið.
GUNNL. Ekki neitt.
HELGA. Ekki neitt?!
Þér var svo mikið niðrifyrir í símanum ...
DAGSKRÁ
Mér kom ekki annað til hugar en eitthvað
hefði gerst.
GUNNL. (afundinn) I’að hefur ekkert gerst!
HELGA. Jæja!?
GUNNL. Kannski var mér órótt vegna þess.
HELGA. Við hverju býstu þá?
Þögn.
GLfNNL. Mig langaði til að þitta þig. Allt og
sumt... Ég hefði ekki komist inneftir í
kvöld.
HELGA. Nújá... Er þá Finna úti?
GUNNL. Ég vaknaði í býtið, ég hef staðið
hér síðan, við þetta borð . .. Maður reynir
að brosa cf einhver kemur, annað ekki! ..
Eftir að dimmir, ég veit ekki hvað gerist,
en alltaf fer það eins ...
HELGA. Hvernig þá?
Þögn.
Hvað ætlaðirðu að segja?
GUNNL. Ég verð alltíeinu viðþolslaus... Ég
hætti gcta afgreitt... Glösin hrökkva sund-
ur milli handanna á mér án þess ég beiti
þau afli . . . (ákafari) Þú spurðir hvað ég
sæi í speglinum . . . Ég sé ckki neitt . . .
Ég verð bara að horfa á hann . . .
HELGA. Ósköp ertu nú vesall! ... Ef hún
mamma sæi þig held ég bara hún mundi
skclla uppúr!
GUNNL. Viltu þá heldur ég leiki?
HELGA. (hörð) Ég vil þú vitir hvað þú vilt.
GUNNL. Vita hvað maður vill!
Hann hleer.
ÍIELGA. Finna er lífsþyrst, hún þarf að hlaupa
af sér hornin... Er það tiltakanlegt þó
hún sé útivið nótt og nótt? Minnir þú
hafir bannað henni að bjóða heim þessum
manni.. . Og þurfa þau ekki að hittast
alvcg einsog við?
25