Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 28

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 28
GUNNL. Þessum manni segirðu, segðu heldur þessum mönnum .. . Þeir gætu verið þrjá- tíu einsog þn'r! Hann hlœr aftur, kalt. Vita hvað maður vill! ... Þetta segirðu við mig, og þó veistu að mér var nauðugt að taka við búðinni. IIELGA. Það er mál til komið þú hættir þess- um vöflum Gunnlaugur . . . Þú pfnir hara sjálfan þig. GUNNL. Þegar Einna er úti borðum við dósa- mat. . . Þá er kallinn verstur .. . Hann lokar að sér í stofunni og gengur um gólf. .. Eða horfir á myndina ar mömmu, svona! (hann hermir eftir, afkáralega) með tinandi höfuð, og matarslettur á vest- inu. Þá er liann sjálfsagt að hugsa urn liðna tíð . . . Þegar hann opnar dyrnar undir kvöldið cr liann fullur af heilögum eldmóð', hann predikar yfir mér . . . (alltí- einu ákafur, einlægur) Ég er fæddur ann- arsstaðar, Helga . . . Húsið sem ég fæddist í, það cr livítt . . . Það sést af svölunum útyfir allan bæinn . . . HELGA. (mjög raunsæ) Eg gæti vel cldað fyrir ykkur, kvöld og kvöld, ef þú kærir þig um. GUNNL. (kippist við) Nei! HELGA. Af hverju ekki? GUNNL. Það er ekki hægt; ég hcf sagt þér það fyrr: það er ekki hægt. HELGA. Mig fer að langa til að sjá hvernig þið búið. Gunnlaugur hefur litiÖ á spegilinn. Þú ætlar að halda áfram feluleiknum! GUNNL. Þegar ég segi satt þá segir þú mig skrökva, og ef ég skrökt'a verðurðu kát, og segir ég segi satt. . . Hvernig á ég eigin- lega að hegða mér svo þér líki? ... I raun- inni hef ég ekkert að fe!a. HELGA. Býð ég þér ckki inn þcgar þú kcmur til mín? Þögn. Eg skal segja ])ér Gunnlaugu', ef þessu heldur á, og ckki er annað að sjá en svo verði, þá getur það vel orðið mér vanda- mál að bcra skeiðina uppað munninum — eða fara á klósett... Ég vona þú skiljir ... Hjá þér er allt erfitt. .. GUNNL. Áttu við að vandlæting mfn sé öfug- hneigð .. . heimskuleg íhaldssemi? . . . Áttu við að í rauninni eigum við ckkert að halda okkur í? ... En ef fortfð okkar er 26 engin, hvernig fáum við þá láðið framtíð- inni? HELGA. Hún bara kemur, framtíðin .. . Ég er á rnóti þessum feluleik Gunnlaugur, hann gerir mig bláttáfram ruglaða . .. Stundum á daginn er ég svo leið að mig langar mest til að hlaupa útí d mmuna, týnast... Þá verður allt svi Ijótt í kring- um mig — líka þú, líka þrá mín eftir þér... Eg spyr einsog kjáni, breytist aldrei ncitt? Verður allt þetta ævinlega eins, jafn torrátt, og tvísýnt? GUNNL. (byrgir andlit) Ég skammast mín Helga. HELGA. Eyrir hvað? GUNNL. Eg skammast mín! ég skammast mín! HELGA. En citthvað verðum við þó að gera Gunnlaugur. GUNNL. Þú þarna, ég hérna, bæði einsömul og vantrúuð á það sem við gerum ... Bæli fjötruð. HELGA. Af blekkingunni. GUNNL. Blekkingin knúði okkur áfram, draumarnir kölluðu á okkur til sín ... En hvar eru þcir nú, draumarnir okkar frá í fyrra? .. . Eg skil þctta ekki, ég segi það satt. .. Eg þrái að vinna, ég finn þróttinn ólga inní mér... En svo, einsog ég segi, glösin brotna, ég dregst að speglinum þar sem ekkert er að sjá. Slutt þögn. HELGA. Ef þú hefðir haldið áfram f skólanum þá gæti ég ekkcrt sagt... Þá hefði ég vit- að að því lengra sem þú kæmist þeim mun betri kjör biðu okkar ... Hvenær búa læknar í fúkka?. .. Þeir eiga allir bíl . .. Fiúrnar þeirra ilma einsog snyrtivörubúð- ir.. . Eg hefði jafnvel tekið mér auka- vinnu á kvöldin svo þú hefðir getað ein- beitt þér að náminu ... En þú fórst að vilja föður þíns þegar hann fékk kastið ... Án þess að spyrja mig þá hættirðu... Og .. . GUNNL. Verða læknir . . . Ég? . . . Biarga einum og einum meðan milljónir eru drepn- ar af vangá eða að yfirlögðu ráði, meðan mannsmorð eru skipulögð . . . Eg vildi bara gera vilja mömmu . . . Það cr eitt- hvað annað: einhver ókunn krafa . . . HELGA. Núna hefurðu þó búðina . . . Og . . . GUNNL. Hvað? HELGA. Pabbi þinn ... Mér skilst... Ja ég DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.