Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 30

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 30
það er miskunnarlanst, en hvort þeirra tek- ur út hegninguna hinumegin? Þögn. Eg veit þú skilur. Illugi bendir útyfir salinn. ILLTJGI. Þú sérð turninn. ÁSBJÖRN. Turninn minn, hehehe, hann scst allsstaðar að. ILLUGI. Turninn þinn með klukkunni sem gengur ávallt rétt, og spírunni sem yind- arnir fægja ... ÁSBJÖRN. Hehehe ... Ég sé hann alltaf.. Eg sé hann jió ég snúi við hrnunt baki . .. Hann er ég, í framkvæmdinni ... Undrar þig hve hátt hann rís? ILLUGI. Hornstcinarnir hljóta að vera sterkir! ÁSBJÖRN. Menn gcta réttlætt allt. ILLUGI. Ég réttlæti ekki neitt, ég þarf þcss ekki ... Að vísu tókstu frá mér húsið, en gáðu að: ég kiknaði samt ekki. Alla mína ævi hef ég staðið keikur framnti fyrir ör- lögum mínum, reiðubúinn að sækja fram, eða hörfa undan, eftir því sem við átti ... Og þar sem ég ligg, í duftinu, með dósirnar mínar, einsog helgidóma, í fanginu, þar rístu yfir mér, turn þinn, og þín ré:ta klukka — en ertu sanit nokkuð stærri en ég — gagnvart Sannleikanum? ÁSBJÖRN. Einmitt... Gott... Ég skil... Ríkur maður getur ekki talað við fátækan mann. Sannleikur hins ríka er Eignin, turnar hennar bera við himin, og hann talar fyrir hennar munn ... Fátækur mað- ur talar útfrá eigin brjósti, og það er tómt... Hann sýnir á sér jararsnið. (örvænting) llvor okkar átti sökina Ulugi: þú eða ég? Þögn. Illugi hcíur líka snúið sér und- an. Já, víst hefur stundum gripið mig iðrun, einkum j)ó núna, ! seinni tíð... En j>á hef ég spurt: Hvers þarf ég að iðrast fyrst ég tapaði engu? ILLUGI. Það var ég scm tapaði. ÁSBJÖRN. Ég þvert á móti græddi! ILLUGI. Sá scm tapar ber alla ábyrgð á tapi sínu, Ásbjörn . . . Það var mér að kenna að |)ú drapst mig. Asbjörn blass frá sér mikilli stroku. MYRKUR. Slefán Hörður Grímsson: Heyannir Við hundadagslrirtu skrifaði ég — þetta Ijóð í kvistglugga- kistu að Miðstrœti 6 — á svartan vegg í baksýn. 28 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.