Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 34
háðsglósu og litiirsminingi cða þá ís-
kaldri fyrirlitningu.
Hér eru engin tök á því að halda
uppi bókmenntum fyrir „fáa út-
valda", líf bókmenntanna hlýtur til
lengdar að byggjast á skilningi bók-
lesandi almennings. Og cinmitt á þessu
sviði eiga tímarit landsins og þó eink-
anlega iit á borð við Arbók skálda
mikið verk að vinna. Árbókin gæti
orðið tengiliður almennings og ungra
höfunda, báðum aðilum til ærins
gagns. Þar gætu birzt sýnishorn hins
yngsta skáldskapar á hverjum tíma,
tilraunir höfundanna Lil að skapa
samtíð sinni list að hæfi, og ckki sízt
greinargerðir þeirra fyrir vinnubrögð-
um sínum og stefnu. Því cr það að út-
gáfa árbókarinnar scm slík cr fegins-
efni þótt stundum hafi misjafnlega til
tckizt um gerð hcnnar. Mcð góðri
sainvinnu forlags og höfunda ætti
vegur hennar að geta orðið mikill í
framtíðinni.
LjóðagerÖ og Ijóðlist.
Einn sá aðili er ekki verður sakaður
um ofdekur við yngstu skáldin eða
verk þeirra er bókaútgáfa Menning-
arsjóðs. Þctta forlag gaf út nú í haust
ljóðasafn, úrval íslenzkra ljóða frá
einum áratug nýliðnum, og nefnist
bókin samkvæmt því íslenzk ljóð 1944
—1953. Fyrir ýmissa hluta sakir sýn-
ist mér bókin vel þess verð að gera
hana lítillega að umtalséfni í þessum
pistlum.
Sýnisbækur sem þcssi eru næstum
ævinlega góðra gjalda verðar, og ef
vel tekst til geta þær verið hin þarf-
32
legustu rit. Tvö sjónarmið virðist mér
hljóta að skipta mestu um val efnis
í slíkar bækur: í fyrsta lagi skal sýnis-
bókin gefa yfirlit um ljóðagerð þess
tíma er hún tekur til, og í öðru lagi
sýna fram á þá þróun er orðið hefur í
ljóðlist á tímabilinu. Víst má segja að
þessi bók uppfylli nokkurn veginn
hin tvö skilyrði á sinn hátt, en þó er
þar annmarki á: árin 1944 til 1953 eru
nefnilcga á engan hátt sérstætt tíma-
bil í íslenzkri ljóðlist, og engin sérstök
rök hníga að því að miða úrval ís-
lenzkra nútímaljóða við þessi tvö ár-
töl. Ég sé heldur enga ástæðu til að
skorða úrvalið við einn áratug, talan
10 er út af fyrir sig ekkert merkilegri
cn t. d. 9 eða 12 eða 15. Auk þess
hcfði bókin aukizt stórlega að gildi
hefði hún náð fram til síðustu tíma,
segjum til ársloka 1957. Bæði er að
síðan 1953 hafa ýmis athyglisverð
skáld gefið út sínar fyrstu bækur, og
ennfremur liafa sum þau skáld er ljóð
eiga í bókinni síðan gefið út bækur er
fylla og glöggva mynd þeirra á marg-
an hátt, og er rangt að taka ekki tilliL
til þcss í lirvali nútímaljóða. Sem
dæmi um liina fyrri nefni ég Hannes
Pétursson, um hina síðari Jóhannes
úr Kötlum og Sjödægru hans er út
kom 1955. (En á áratug sýnisbókar-
innar gefur Jóhannes út sum sín veik-
ustu verk, enda kemur í ljós að hann
skipar óeðlilega lítilfjörlegan sess í
bókinni.)
Þetta mætti styðja fleiri dænuim, og
rétt er að benda á að harðast bitna
þessi mistök á yngstu skáldunum sem
sum hver hafa náð nýjum áföngum í
list sinni eftir 1953 auk þeirra er ekki
hafa gefið út bækur fyrr en eftir þann
DAGSKRÁ