Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 39
Óðalsfrúin Útgarðs Ijóðar:
,,Er ei búin hún til farar.
Ferðbúin hún fyrst mun verða,
er fært þú getur mínu setri
hreisturgeddu og höndla freista
úr Heljarfljótsins löðuréljum,
straumsins tryllta fleygiflaumi,
er fellur niður Manalstalla.
Færi skal ei fleygja í hylinn,
fyrirdrátt ei nota máttu.
Hundruð manna hafa það kannað,
heim kom enginn þeirra beima.“
Vandi smiði varð á höndum,
vaknaði ótti í brjósti þreknu,
gekk til dyngju þýðrar, þekkrar
þorngrundar og mœlti af stundu:
„Drottning nœtur, dásemd óttu,
dagsverk mér er œtlað gera,
hreisturgeddu höndla freista
heljarfljóts úr löðuréljum,
straumsins tryllta fleygiflaumi,
er fellur niður Manalstalla!“
Ljúfrist brúður lagði ráðin
léði ráð þeim orðum meður:
„Álmasveigir Ilmarinen
öllum frœgri smiðum snjöllum!
Smíða örn með fjöðrum fríðum,
fríðan örn með björtum fjöðrum.
Hreisturgeddu höndla freistar
liraustur örninn veiðitraustur!“
Álmasveigir llmarinen
örninn smíðar veiðigjarnan.