Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Side 40

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Side 40
Fætur erni fœr úr járni, festir klærnar stáli beztu, breiða vængi borðstokk gnoðar. Á bak hann settist vœngjafáki. Leggur af stað og orðum eggjar ungan fugl með kyngi á tungu: „Örninn knái, fimi, frái fljúg þú skjótt um dag sem nóttu til Heljarfljóts, sem hratt fram beljar, lireisturgeddu veiða freista!“ Örninn knái, fimi, frái fleyga sína vœngi teygir. Hœgri vœng við himinboga háan dró, en vinstri sjóinn. Saxaði klónum kólguföxin, kletta muldi nefi, þétta. Brimaði um háls og bringu himins bládjúpt hafið sólrún stafað. Álmasveigir Ilmarinen í iðudrífu bregður hrífu, Heljarfljóts í liyljum rótar. Horfir örninn sjónum stjörfum. Héljarfljóts úr hyljagjótum hnappast dýr og saman þjappast. Finnst ei geddan meðal minnstu mestu heldur ei né stærstu: Tungan er sem eikin þunga, eru tenn, sem höggvið brenni, ginið líkast gljúfri, þanið, grár er hryggur stœrri bryggju.

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.