Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 42

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 42
Eins og skel er alda Heljar- úfna -fljóts og bylgja Drafnar. Hrannast loft í hrikasennu hvini vœngja og fjaöradyni. Örninn frár meö koparklœrnar klýfur loft. Meö geddu svífur upp á grein á Abild-trénu, upp í vœna furukrónu, rífur á hol og haus af boli heggur og til munns sér leggur. Álmasveigir Ilmarinen óöinn kvaö af pungum móöi: „Örninn vondi, veiöigjarni, vizkusljór! Þann kynjafiskinn reifstu á hol og haus af boli, hjóstu og þér til matar bjóstu!“ Örninn frár meö koparklœrnar klýfur loftiö, burtu svífur. Harm og reiöi bar í barmi, barði loftið vœngjum hörðum. Glumdu högg og liimnar umdu, hrundu súlur festing undan. Gnast í himinboga brostnum, bleikur máni livarf sem reykur.

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.