Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 45
Alla ævina. En hann má fyrir alla muni ekki
fá ástæðu til að halda, að mig bresti þolin-
mæði. Ég sezt varlega á rúmið. Rólega svo
ekkert brak fæli hann. Svona sit ég og met að-
stæðurnar og geri mína hernaðaráætlun. Ekki
nýt ég aðstoðar Napoleons við það. Því hvern-
ig er hægt að hagnýta lærdóma Waterloo-or-
ustunnar í svefnherbergi mínu? Mér verður
Ijóst, að við mennirnir mætum öllum atvikum
lífsins óundirbúnir og allt sem við höfurn lesið
um reynslu liðinna manna er einskis virði.
Jesús, Sókrates, Alexander, Napoleon, þeir eru
einskis nýtir. Það eina, sem ég hef við að
styðjast, er eðlisávísun mín. Dýrið í mér. Og
hvað eru menn svo að hallmæla dýrinu í
manninum? Ég ætla að semja nýja hcimspeki.
Hún á að heita: „Aftur til dýrsins.“
Ég notfæri mér hina hreinu skynscmi dýrs-
ins. Það er augljóst, að ég get ekki farið að
elta hann uppi. Ég get farið út í öll hrrn her-
hergisins og lamið daghlaðinu. En samt sem
áður mun ég ekki hitta hann. Hann cr slung-
inn og því meir sem ég lem, því hægar hefur
hann um sig. Þv! meir sem ég hamast, þeim
mun öruggara fylgsni mun hann finna á bak
við bók eða niðri í inniskónum mínum. Og
fari ég að bölsótast, brosir hann aðeins hæðn-
islega. Nei. Ég verð að lokka hann, svo að
hann komi til mtn.
En hvað getur þá fengið mýflugu til að
nálgast mann? Auðvitað lyktin af blóðheitum
líkamanum. En það er líka annað, sem dreg-
ur að sér mýflugu. Hvað er leynivopn mitt? Nú
veit ég það. Enginn óvinur, ckkert skordýr
fær staðizt Ijós.
Ég lyfti höndunum hægt og kveiki á les-
lampanum yfir rúmi mínu. Ég flyt mig var-
lega svo að ljósið falli ekki á mig. Leslamp-
inn varpar ljóskeilu á lakið og koddann. Svona
upplýstur koddi hlýtur að vera ágætis agn.
(Og nú kæri ég mig kollóttan, þótt ég sitji í
náttjakkanum einum í upplýstu herbcrgi, því
að það er dregið fyrir). Sjáum nú til.
Ég sit kyrr. Ég heyri ekkert hljóð. Nokkr-
ar mínútur líða. Það líða margar mínútur. Mér
verður litið á tóbakspakkann á náttborðinu.
Það nær engri átt að reykja. Ég andvarpa í
hljóði. Nú reynir einungis á þolgæði og rósemi.
Rósemi dýrsins.
Ég sit hreyfingarlaus með hönd undir kinn
og hálflukt augu. Eini munurinn á mér og
„Hugsuði" Rodins er sá, að hann er alveg
nakinn, en ég er í náttjakka. Ég þykist vera
DAGSKRÁ
að hugsa. Kannski mýflugan viti, að ég er rit-
höfundur. Þá finnst henni sjálfsagt eðlilegt, að
ég sitji þarna á rúmbríkinni og stari út ! blá-
inn. Það er vel hugsanlegt, að ég sé að brjóta
heilann um viss torræð atriði í Faust. Ég
leik hlutverk hugsuðarins af hjartans list. Það
ríður á að vekja traust mýflugunnar.
Ég veit ekki hversu lengi ég sit þannig. Tíu
mínútur. Tuttugu mínútur. Ég sit kyrr. svo
að óvinurinn uggi ekki að sér.
Heyrðist mér eitrhvað? Nei. Ég kyngi
munnvatninu. Nú. F.g gríp andann á lofti. Nú
heyri ég í honum. Óvinurinn. Nú kemur hann
til mín.
Ég finn einskonar rafstraum í kjálkunum,
straumur eftirvæntingar hríslast niður eftir
hryggnum, hárin rísa í óttablandinni hefnd-
argleði. Það er kraftavcrk. Ég hcld niðri í mér
andanum.
Óvinurinn kemur fram einhversstaðar utan
úr tóminu. Suðið eykst. Hann nálgast. Það
er líkast því, að spilað sé á sög. Sög lífsins.
Sög dauðans. Hann flýgur upp að vitum mér.
Ég finn titringinn frá vængjum hans. Ég er
grafkyrr. Ég má ekki vekja grun á mér. Mér
tekst að heyra, hvar hann sezt. Nú skal til
skarar skríða. Fljótfærni, og leikurinn er tap-
aður. Ég sný höfðinu varlega, niðursokkinn í
djúpar íhuganir. Mýflugan er á koddanum.
Ég h't á liana. Svipur minn er alveg tilfinn-
ingalaus. Mýflugan er hjólbeinótt. Hún cr
áþekk blendingi af spænsku nauti og rókokó-
borði, hvorttveggja með óeðlilega langa og
mjóa fætur. Hún væri hjákátleg, ef hún væri
ekki svona óhugnanleg. Hún er óskapnaður
náttúrunnar. Á þessari stund er ég því feginn,
hve smár óvinurinn er, að hún skuli ekki vera
á stærð við mammút. Mýfhigan stendur á
koddanum og nu'stígur af tilhlökkun. Hún
tvístígur. Hún getur ekki dulið bráðlæti sitt.
Hún heldur að hún eigi alls kostar við mig.
Hún veit ekki það sem ég veit.
Mýflugan þefar fálmandi út í loftið mcð
blóðþyrstu trýni sínu. Hún stefnir broddi sfn-
um beint á læri mitt. Það er aðeins í spannar
fjarlægð frá henni. Skyndilega verð ég altek-
inn af frmnkrafti lífsins, guðs eilífa lögmáli.
Ég á við spennu blóðsins.
Lífsdýrkendur, skáld eins og Lawrencc og
Miller, hafa lýst þessari blóðvitund (ef til vill
átti Strindberg við það sama, þegar hann tal-
aði um ástar-hatrið?), átökunum milli manns
og konu, en án hennar væri sandur í stað mergs
43