Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Side 49

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Side 49
Bréf til Dagskrár: Litið í Dagskrá eftir Sigurð Jónsson frá Brún Breiðafjarðardalir eru næsta merkilegt hér- að. Þar fallast í faðma margir óskyldir hlutir nærri eins og Ólafur pá og Þorgerður F.gils- dóttir. Sauraháls og Jörvahnjúkur eru ámóta ólíkir eins og áðurnefnd hjón, og þaðan koma smekk- litlir montrassar eins og Kjartan Ólafsson og frábær snyrtimenni eins og Bolli hinn prúði. Þaðan er Ásmundur Sveinsson. Dagskrá flutti viðtal við hann í l.hefti2.árg. og þá um leið nokkuð af myndum af verkum hans, er að vísu allur fróðleikur góður, en j>arna mætti þó segja að væri um nokkuð sér- stætt að ræða. Járnsmiður Ásmundar er svo á glámbekk að allur fjöldinn af okkur, þessum flakkandi Islendingum, sem allir snöpum utan um Reykjavík og í henni, hafa séð þann hlunk, en um leið og búið er að renna augum á Járn- smiðinn, er úti og búið með allan myndlistar- áhuga hjá mörgum þeim manninum, sem ekki er því myndvanari. Þeir þyrftu ekki að vera beysnir, sem teldu sig geta hugsað upp eitthvað jafngott cins og þá mynd, einkanlega ef þeir væru eins og flestir alþýðumenn íslenzkir óvanir þeirri listgrein. Ásmundur hefur að vísu fleira gert en Járn- smiðinn, sem minnir á ýmsan máta undramikið á „Sýni rímnaskáldskapar“ eftir síra Ögmund Sigurðsson á Tjörn. Er það furðugott verk þrátt fyrir galla sína og nokkur lífgjafi þess málefnis, sem það mun hafa átt að drepa. Eru DAGSKRÁ kannske ekki vanskapaðir útlimir líkneskisins hliðstæðir við kringilyrðahröngl Tjarnarprests- ins, þetta?: Kjalars læt eg klunkara hlunkara dunkinn arka úr kjarkars orðahöll ambara vambara fram á völl. Hlumpara dumpara hlampara plampara stampi liðrings viðrings legg eg út ár leiðólfs hleiðólfs haddaðar brár. Mansöngs föngin glymjara göngin gagara jaga út um þröngin druslara draga drakons spöngin laga slaga. o. s. frv. Sennilega gæti Járnsmiðurinn gegnt svipuðu hlutverki á meðal myndlistarfróðra athugenda og vísur þessar á meðal Ijóðasmiða. Hann gæti orðið þeim viðvörun, hugmyndavaki og margt gott, því Ásmundur er skáld í línum, j)ótt sá skáldskapur hafi ekki erindi til j>eirra, sem eins og íslenzkir alþýðumenn af minni gerð, hafa bú- ið við myndaskort um alla ævi sína og þurfa j>ví fremur barnamat en brennivín ef þeim á vel að farnast. En Ásmundur er skáld á sinn hátt ng það nokkuð góðan hátt eins og Kjartan Ólafsson var bæði karlmenni að burðum og íþróttamaður góður ef trúa má Laxdælu, þótt framhleypinn væri og miðlungi smekklegur í sér þegar hann 47

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.