Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Qupperneq 51

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Qupperneq 51
mitt leitazt við að birta sem fjölbreyttast efni og ekki síður birt „hefðbundinn" skáldskap en annan yngri og nýstárlegri. Ætti þetta að liggja í augum uppi ef blaðað er í þeim tveim- ur árgöngum sem nú eru ki-mnir út. En það hefur verið meginsjónarmið, sem við höfum reynt að lialda staðfastlega við, að allt það efni er í ritinu birtist hefði einhver þau menn- ingarleg eða listræn verðmæti til að bera er réttlættu birtingu þess. Hafi þetta mistekizt er við mannlegan breyskleik að sakast en ekki illmennsku ritstjórnarinnar. I öðru lagi er sú skoðun að allur nýtízku skáldskapur sé sálarlaus samsuða er ekki eigi erindi tii almúgamanna. Þá fylgir væntanlega með í kaupunum að hvert það tímarit er gæta vill sóma síns skuli forðast þvílíkt efni vilji það ekki hafa verra af. Einhvers staðar stendur að ekki sé deilandi um smekk, og er víst nokkuð til í því. En rétt er að nota þetta tækifæri til að skýra einu sinni enn afstöðu tímaritsins Dagskrár til nútímaskáldskapar. Ritið hefur talið það skyldu sína að flytja eftir megni verk ungra höfunda, þeirra er af mestri dirfsku freista að túlka tilfinningar og kenndir mann- anna sem lifa á þeim tíma er það kemur út — eins og þetta var orðað í inngangi að fyrsta hefti þessa árgangs. Sömuleiðis hefur það ver- ið vilji ritsins að taka eftir megni þátt í um- ræðum um list og menningu samtímans — og raunar skylt hverju því tímariti er kennir sig við menningarmál. Og við leyfum okkur að álíta að nútímalist eigi fullt erindi til almúga- manna, þar á meðal þau sýnishorn hennar er birzt hafa í Dagskrá. Utgáfa og ritstjórn Dagskrár hafa mótazt af þeim sjónarmiðum undanfarin tvö ár: að efni ritsins sé eftir föngum vandað, fjölbreytt og listrænt og í ritinu séu túlkuð af hlutlægni viðhorf nútímamanna, skálda cg listamanna sem annarra. Það er skoðun okkar að með þessu móti verði tímariti um menningarmál bezt haldið úti — en hitt er harmsefni ef ein- stakir menn geta af þessum sökum ekki átt samleið með okkur. Ritstj. DAGSKRÁ 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.