Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 52

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 52
Bókmenntir Klassískt verk um ísland Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók 1. bindi. Ján Eyþórsson bjó til prent- unar. - Sntebjörn Jónsson is Co. - R eykjavík, 1958. Bókaútgáfa Snæbjörns Jónssonar & Co. hef- ur hafizt handa um að gefa út að nýju Ferða- bók Þorvalds Thoroddsens. Þetta er sýnilega gert af hugsjón og menningaráhuga, og er skylt að lofa slíkt, því að menningarsjónar- miðið er áreiðanlega ekki aflvakinn í þorra ís- lenzkrar útgáfustarfsemi. Fyrsta bindi af fjórum er nú komið út og fjallar um ferðir Thoroddsens á árunum 1882 —1884. Þetta er smekkleg cg viðkunnanleg bók og skrumlaus í framgöngu eins og vera ber, fallega prentuð á notalegan pappír, efn- inu skipt niður í kafla með nokkrum inn- gangsorðum útgefandans, Jóns Eyþórssonar, fyrir hverjum kafla og mjög hugþekkum vign- ettum eftir Halldór Pétursson. Eiguleg bók, sem gott er að vita af í bókaskápnum. Það er mikið gleðiefni að þessi bók kemur út að nýju. Þorvaldur Thoroddsen er fyrsti Islendingurinn, sem gerði náttúrurannsóknir að ævistarfi sínu. Og hvílíkt ævistarf! Thor- oddsen mun sennilega stórvirkasti og afkasta- mesti fiæðimaður, sem við höfum átt. Vís- indarit hans um íslenzka náttúru kváðu vera legíó, úti um allar jarðir, auk hinna miklu ís- lenzku rita, Ferðabókarinnar, Landfræðisög- unnar og Lýsingar íslands. Vissulega eru mörg þessara vísindarita nú úrelt cg ekki lesin nema af sögulegum ástæðum; þau eru búin að gera sitt gagn. Um íslenzku ritin gegnir öðru máli. Landfræðisagan og Lýsing íslands eru enn rit, sem eru ómissandi handbækur, rétt eins og t. d. Kálund að sínu leyti, meðan önnur nýrri og fullkomnari leysa ekki þessi verk af hólmi, og Feiðabókin er klassískt rit, sem ætíð mun halda gildi sínu, hversu mjög sem náttúruvís- indi eflast og sumt sem Thoroddsen segir reynist rangt eða vafasamt í ljósi nýrra rann- sókna, annað svo sem sjálfsagðir hlutir nú orðið. Ferðabókin er eigi að siður sígilt rit um íslenzka náttúru og rannsóknarferðir þess manns, sem af mestu harðfylgi hefur kannað landið. Ferðalög Thorcddsens á hestum um þverar og endilangar óbyggðir Islands eru af- rek, sem ekki verður annað eins unnið, hversu langt sem nártúruvísindin komast fram úr hon- um. Þetta ritverk, í sinni miklu breidd, mun ætíð standa meðal klassískra rita um Island, hversu mjög sem Iandið verður rannsakað með nýjum tækjum, nýjum aðferðum, af sjónarhól- um nýrrar þekkingar. Og get ég ekki stillt mig um að nefna eina hlið þessa stórvirkis, sem þó var ekki aðalatriði fyiir höfundinum. Það eru þau drög til þjóðlýsingar, sem í ritinu felast. Þau ein eru ómetanleg, en jafnframt hlýtur maður að harma, að þau skuli ekki vera fleiri cg fyllri, að ekki skyldi uppvekjast með þjóðinni maður eins og Thoroddsen til þess að sk/ifa ýtarlegar þjóðlífslýsingar, með- an öll gömul verkmenning var á lífi. Að hugsa sér hvað Þorvaldur Thoroddsen hefði gert fyr- ir íslenzka menningarsögu, ef hann hefði tek- ið sér fyrir hendur að rita íslenzka þjóðlífs- lýsingu. Jón Eyþórsson segir í formála, að jafnan sé nokkur vandi að færa gömul og virðuleg verk í nýjan búning. Rétt er það, nokkur vandi, en 50 DAGSKRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.