Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Qupperneq 54

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Qupperneq 54
En svo að ég komist að efninu. Það er rétt lijá skáldinu, að það getur verið svalandi að hverfa um stund úr garðblómahafinu og leita á fund melgrasskúfsins, sem í hrjóstrunum vex, án allrar aðhlynningar. Bók Björns gamla Eysteinssonar er svona villigróður, frumstætt verk, með alla kosti frumstæðileikans, nakin og vífilengjulaus frásögn manns, sem alls ekki veit til þess að hann sé að setja saman bók- menntir, heldur segir frá lífi sínu eins og guð gefur honum mál og minni til. Björn Eysteins- son varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, sam- tímamaður vor, en þó um leið lifandi dæmi urn hörku og seiglu fyrri tíðar manna, og það hlííðarleysi við sjálfan sig og aðra, sem oft og tíðum var eina lífsvonin í þessu landi. Hann var fæddur með þeirri kynslóð, sem vissi hvað það var að takast berhentur á við náttúruöflin i g sigra þau. Hann vissi hvað það var að brjótast einn frá heimili sínu bjargarlausu með einn grasalímsbita í maganum og einnig hitt að hrósa að lokum þeim sigri að koma upp stórum hópi mannvænlegra barna og lifa fram í háa elli við góð efni. Og nú er hann ofan á allt annað orðinn best-seller á bókamarkaði. Hann var þó ekki einn þeirra íslenzku bænda, sem kveljast af þrá til bókagerðar og giípa til pennans hvenær sem færi gefst. Oðru nær. Hann var með hugann allan við bjargræðis- vegina, búskapinn og veraldarsýslið. Samt gat hann þetta, að skrifa metsölubók í elli sinni, nærri blindur. Og þó er þetta ekki ævisaga í venjulegum skilningi, næstum því ekki hægt að kalla þetta bók, og þess vegna hefur Björn Þorsteinsson innrammað þetta verk afa síns kirfilega með inngangi eftir sjálfan sig og all- löngu eftirmáli með fróðleik, er eitthvað varðar gamla manninn. Hvað er það þá, sem gerir þessa bók svo viðkynningargóða? Það er þessi ferski upprunaleiki karlsins, þessi náttúrlega frásögn, sem enginn setningur spillir. Þetta er skemmtilega frumstætt verk, skrifað af náttúrubarni, greinilega af ætt Bjarts í Sumarhúsum, en um leið eðlisgreindum og umfram allt sérstæðum persónuleika. Vel má vera að gamli Björn sé ekki réttdæmari um menn og málefni en gengur og gerist um ævi- sagnahöfunda. Eg legg ekki dóm á það. En ég hygg, að þetta sögubrot hans verði lengi lesið og lengur miklu en mörg þau ritverk alþýðu- manna, sem miklu meira er þó nostrað við. Það gerir hinn frumstæði mergur. Kristján Eldjárn. 52 Enginn kenndi mér eins og þú Móðir mín. Nýtt sajn. Pétur Olajsson sá um útgájuna. Bókfellsútgáfan, — Reykjavtk, 1958. Fyrir níu árum gaf Bókfellsútgáfan út safn- rit, sem nefndist Móðir mín. Nú er komið út nýtt safn með sama titli og rita 23 Islendingar minningar um rnóður sína í það, en ritið hefst á kvæði Davíðs Stefánssonar: Segið það móður minni. Asnumdur Guðmundsson biskup skrifar fyrstu greinina og byrjar á þessum orðum: „Mér er vandi á höndurn." Undir þetta mundu sennilega allir höfundarnir liafa viljað taka, og þeir segja margir eitthvað þessu líkt, beint eða óbeint. Það er vandi að skrifa um ástvini sína fyrir óviðkomandi menn. Og jafnvel þótt menn gangist undir þann vanda og leggi verk sitt opinberlega undir almennings dóm, er hér svo mjög um einkamál að ræða, að það væri lítil háttvísi af ritdómara að skipta sér af því, hvort heldur sem væri til IlÍs eða lasts. Hér skal því ekki vikið að einstökum höfundum þessarar bókar, heldur aðeins gerð lítil tilraun til að meta hana í heild. Ljúfur andi svífur yfir vötnum í þessari bók, sá hinn sami sem flestir menn finna í návist sinni, er þeir minnast móður sinnar. Flestum ber höfundunum það lof,að þeim hefur tekizt að gæða þennan anda máli í greinum sínum. Þetta er þó ekki það sem gefur þessari bók gildi til langframa. Það hygg ég efiaust fólgið í þeirri menningarsögu, sem hún geymir. Margar þeirra kvenna, sem hún lýsir, hafa verið húsfreyjur á fyrirmyndarheimilum, höfðingjaheimilum í sveit og kaupstað, aðrar á alþýðuheimilum, en allar hafa þær átt sinn verkahring á öld, sem nú er liðin. Maigir höfundanna lýsa vandlega heimilisháttunum, kjörunum sem fólkið bjó við, hlutverki kvennanna í því þjóðfélagi, sem þá var. Er þarna að finna ýmsar ágætar lýsingar, sem varanlegt gildi hafa fyrir íslenzka menn- ingarsögu almennt, og fyrir það eitt er þessi bók merkileg, þótt ekki væri annað. Ef til vill verður bókin þó enn vinsælii fyrir persónusöguna. Áhugi íslendinga á þeirri fræðigrein er alveg einstæður. Mennirnir, sem bókina skrifa, eru allir þjóðþekktir menn, hver á sínu sviði, og það fer ekki hjá því, að mönn- um þyki forvitnilegt að heyra þá segja frá feðr- um sfnum og mæðrum og jarðveginum sem þeir DAGSKRÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.