Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Side 55
eru vaxnir úr. „Vilda’ eg sjá þá húð, kvað
Halldór fyrstur, sem hemingurinn þessi er af
ristur.“
Þeir finna til þess, höfundarnir, að það er
ekki auðvelt að lýsa sínum nánustu fyrir aðra
menn, og margir þcirra stinga við fótum áður
en kemur út á svið persónulegra tilfinninga. En
öllum ferst þeim vel að draga upp þann bak-
grunn ættar og uppruna, sem okkur Islending-
um þykir svo sjálfsagt að láta hvern einstakan
hera við til þess að geta skilið hann og metið.
Á því er ekki heldur vafi, að eftir lestur þess-
arar bókar þekkjum við betur þá, sem hana
liafa skrifað, ckki aðeins af því, hvernig liver
og einn skrifar um móður sína, heldur einnig
af því hvernig þeim sjálfum kemur allt upphaf
sitt fyrir sjónir. Þessir höfundar birtast hér í
öðru Ijósi heldur en almenningur er vanur, þó
að hann viti á þcim mciri og minni skil sem
cmbættismönnum, forstjórum og menningar-
frömuðum.
Eitt er það mark á þessari bók, að hún er
yfirleitt mjög vel skrifuð rg hafa þó sumir
höfundarnir meira haft annað fyrir stafni um
dagana en skriftir. Greinarnar eru sýnilcga vel
vandaðar, enda hafa höfundarnir fundið, að hér
var vandmeðfarið efni og ekki auðfundið það
meðalhór, að hvorki sé of eða van, að ekki
hallist á um fróðlcik og aldaifarsumgerð annars
vegar og persónulegar tilfinningar hins vegar.
Hvort tveggja væri jafnógcðfellt, að skrifa um
móður sína eins og óviðkomandi manneskju og
hera sína helgustu dóma út á stræti og gatna-
mót.
Höfundar þessarar bókar hafa í hvoruga vill-
una ratað, og fyrir það verður hún í senn hug-
þekk bók og fróðlcg.
Kristján Eldjárn.
\ landi allra furöuverka
Jóhann fíriem: Landið helga.
Almenna bókafélagið, Reykjavíh,
1958.
Marga langar til Síonsborgar, þótt aldrei hafi
þeir vcrið herleiddir. Til landsins helga hafa
pílagrímar lagt leiðir sfnar öldum saman, menn
af öllum kristnum löndum, cn hinir eru þo
fleiri, sem aldrei fá svalað þeirri þrá sinni að
stíga fæti á þá jörð, sem helguð er ar fótsporum
spámanna og postula. Ferð Jóhanns Briems til
landsins helga er cf til vill ekki venjuleg píla-
DAGSKRÁ
grímsferð, en það hefur hún þó verið í vissum
skilningi. Bók hans um ferð sína þangað árið
1951 ber þess augljós merki, að hann hefur sótt
land allra furðuverka heim með því rétta hug-
arfari, hefur opnað sál sína svo að um hana
mættu leika töfrar þess og dul. Eins og píla-
grímunum hefur það verið honum fullnæging
langrar eftirvætingar að líta með eigin aug-
um landið, þar sem guðir gengu. Hann hefur
verið vel undirbúinn og horft, skoðað og fund-
ið til af uppgerðarlausri einlægni.
Þetta þykist ég allt finna við lestur þessarar
litlu bókar. Hún er cinlæg og sönn og blátt
áfram, sögumaðurinn kemur til manns í látleysi
og reynir aldrei að troðast inn á mann með
gerningum af neinu tagi. Erásögnin er lipur og
málið gott mælt mál og eðlilegur frásagnar-
háttur. Svi na bók er viranlega á engan hátt
til þess ætluð að vera tæmandi lýsing á einu
né neinu, hvorki hinni blóði drifnu nútíð austur
þar né fornhelgum stöðum kristninnar. Hún er
minningabrot höfundar um hvort tveggja,
notalcg upprifjun þeirra hughrifa, sem höf-
undurinn varð fyrir. Eg held honum hafi tekizt
að koma þessum hrifum fyrir í bókinni og skila
þeim til lesandans.
En hér er ekki frásögninni einni að þakka.
Höfundurinn er listmálari, einn hinn traustasti
og sérstæðasti þeirrar listamannakynslóðar.
sem nú er á miðjum aldri. I bókinni cru 20
myndir eftir hann, 16 pennateikningar og fjórar
litmyndir, allar frá landinu helga og 1 þcim
sami hugblærinn og frásögninni sjálfri. Mynd-
skreyting þessi hefur tekizt með ágætum,
hvernig sem á cr litið. Pennateikningarnar eru
mjög fallega og fínlega unnar og eru sérstaklega
vel fallnar til prentunar með lesmálinu, og lit-
myndirnar. sem prentaðar eru á laus álímd
blöð, eru hver annarri Ijúfari. Þær eru gerðar
cftir litlum vatnslitamvndum, og það er á-
nægiulegt að sjá, hvc vel Lithoprent hefur
tekizt að gera litprentunina. Líklcga er hún
með því bczta, sem sézt hefur á því sviði hér
á landi.
Þegar á allt er litið, er þessi litla bók hin
geðþekkasta og eigulegasta, því að allir hafa
lagzt á eitt að gera hana smekkvíslega úr
garði. Þetta er c n þeirra bóka, sem maður
handleikur með velþóknun eins og fagran hlut,
og slík bókaútgáfa cr fátíð hér á landi. Hún er
hógvær gestur og talar lágum og þýðum rómi,
lætur ekki mikið yfir sér, en reynist að því
skapi betur. Hún er líka undir þeirri heilla-
53