Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 56

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 56
stjörnu borin að þurfa ekki að olnboga sig áfram í bókaþvögunni. Almenna bókafélagið hefur kjörið hana fyrir gjafabók sína 1958 og sýnir með því að það kann að búa vinum sín- um sendilega gjöf. Kristján Eldjárn. Margar kýr sorgfullar Jón Helgason: Handritaspjall. Mál og menning, Reykjavík, 1958. Þetta rit fyllir opið skarð í bókmenntum Is- Iendinga. Þótt margt hafi verið skrafað og skrif- að um svokallað „handritamár‘, þá höfum við flestir verið býsna ófróðir um handritin sjálf, þessi blessuð þjóðarhnoss, enda ekki átt kost á neinum handhægum fróðleik um þau. Teljandi eru þeir ferðalangar sem lagt hafa leið sína inn fyrir dyr Árnasafns í Kaupmannahöfn, og þótt sjón sé sögu ríkari þá vænti ég að þeir megi þó fleira læra af þessari bók heldur en af stundardvöl í safninu sjálfu. Höfundur Handritaspjalls hefur verið gæzlu- maður Árnasafns þvínær þriðjung aldar. Inn- an við tvítugt tók hann að sýsla við gömul íslenzk handrit, og þekkir þau nú bezt allra manna. Og hann þekkir einnig af eigin raun óvizku okkar hinna sem kópum eins og af- glapar þegar við komum inn í safnið til hans, þar sem við eigum von á að sjá korpnaða kálfsbjóra í háum hlöðum en finnum f þess stað bundnar bækur sem við fyrstu sýn virð- ast vera prentaðar á pappír. Fyrir vikið getur hann cg sett sig gersamlega í spor lesanda. Al- gengt er að miklum spakvitringum láti ekki að fjalla um fræði sín við hæfi almúgans, en hér verður ekki kvartað um það. Hvert atriði er útlistað frá rótum, svo glöggt og skilmerkilega að fróðleikurinn rennur inn í mann. En stund- um getur höfundur ekki stillt sig um að glotta við tönn að aumlegri fávizku okkar sem bók hans eigum að lesa, og lætur þá sem allt þurfi að tyggja í okkur: „Ingimundur komst á Iand og hét (þ. e. gerði áheit) að bókakista hans skyldi á land koma.“ „En þau eru .v. (les: fimm) (h)laup ef maðr höggr til rnanns" o. s. frv. En þótt höfundur sé skýrmæltur, þá er efnið mikið um sig og strembið að koma því fyrir í sjö arka bók. Því tekur hann til þess bragðs að smyrja þetta þurrmeti með einkennilegri gam- ansemi, hrjúfri og nokkuð kuldalegri, sem kunn- ingjar þekkja vel úr hversdagslegum samræð- um við hann. Sumum þykir sem þessar skrýtl- ur eigi illa heima í fræðiriti um svo hátíðlegt efni, og víst er að ámóta „klausur“ væru tald- ar innskct ef þær stæðu í handriti einhverrar fornsögunnar: „Nú eru í þeim flestum hátt á annað hundrað blöð eða jafnvel fleiri en 200,“ segir um fornar helgibækur, „og hefur þurft mikil fjós til að standa undir þessu, marga hnífa blóðuga og margar kýr sorgful!ar.“ „Óvíða flóa lindir íslenzks máls tærari en í þessari bók (þ. e. hómilíubókinni), og er sá íslenzkur rit- höfundur sem ekki hefur þaullesið hana, litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna." (Að sjálfsögðu er Jóni Helgasyni fullkunnugt að hómilíubókina befur enginn íslenzkur rithöfundur Iesið utan sá einn sem það hefur gert samkvæmt fyrir- mælum Jóns sjálfs, — en í ritum þess manns hefur lestur hennar að vísu borið ríkulega ávöxtu.) „Fvrir svo sem 200 árum voru ekki ncma örfáir Islendingar, ef nokkurir voru, sem sögðu kvítur og kvalur og kvass. En sá ósómi hefur síðan farið um landið eins rg eldur í sinu. Fyrst æddi hann yfir Vesturland og Norður- land, síðan stökk hann yfir heil héruð og hremmdi Reykjavík (samkvæmt þeirri ráð- stöfun forlaganna að í þeim stað skuli jafnan aðhyllzt sú málvcnja sem sízt sé til eftir- breytni). Á síðustu áratugum hafa Borgar- fjarðardalir, Hvalfjarðarströnd, Kjós, og í ann- an stað Austfirðir, óðum verið að bugast. Nú gína kjaftarnir beggja vegna um Suðurland, og skiptir líklega ekki nema fáum áratugum unz allt landið er gleypt, enda ekki sýnilegt að neinum detti viðnám í hug.“ „En um leið og y-hljóðið týnist, hefst gríðarlegur ruglingur og óvissa hvar setja skuli stafinn y, og mun því stríði ekki linna fyrr en annaðhvort stafur þessi cða íslenzka þjóðin fellur í valinn." — En þótt sumum kunni að þykja slíkt orðbragð bera vitni um allmikið alvöruleysi, mun sannleikur- inn sá að höfundur hagar orðum sínum af ráðnum hug og kemst þangað sem hann ætlar sér. Gamansemi lians hjálpar lesöndum til að sigrast á bókinni, sem víða cr þrungin af efni og seig undir tönn. Þess vegna mun margur lesa hana spjaldanna á milli sem ella hefði fleygt henni frá sér að lesnum fáeinum blað- síðum. 54 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.