Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Side 61

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Side 61
brotabrot af þeim hugrennineum, sem kristall- ast í verkinu. Við lestur skáldskapar hlýtur lesandinn að freista þess að verða með nokkr- um hætti eitt með hug skáldsins. Því minna misræmi, sem þar er á milli, því nær virðist mér sem skáldið hafi komizt því takmarki að túlka svo mannlegt efni, að lesandanum opnuð- ust nýjar veraldir, hann skynjaði eða skild'i mannlegt líf og mannlega hugsun í nýju ljósi. Að minnsta kosti er óhætt að fullyrða, að þeim mun nánari samhljóman, sem skáldskap- ur nær við huga lesanda, þeim mun áhrifarík- ari verður hann. Ef skáld semur sögu úr heimi raunveruleikans, hlýtur það að verða veiga- mikið skilyrði, að efnismeðferð sé á þann hátt, að unnt sé að trúa söguþræðinum. Ævintýri gerir ckki kröfu til slíks, en getur þó engu síð- ur hrifið okkur vegna tákngildis síns eða feg- urðar. Eftir margítrekaðar tilraunir (ég held einar tíu) til skilnings á sögu Jóns Dans, Sjávar- föllum, hlýt ég að gera þá sorgfullu játningu, að mér hefur við hvern lestur orðið óljósara, hvað fyrir höfundi vakir. Eg gæti næstum tek- ið undir með Þorra Sighvatssyni um sálarlif Stóruvíkurfeðga: „Þið hafið enga sál, bara seg- ulmagnað holrúm", cg er þó segulsviðið í þrengsta lagi í holrúmi þessu. Hér ætti að koma amen eftir efninu, því að ritdómari. sem ekkerr botnar í skáldverki, ætti ekki að heimska sjálfan sig á að skrifa um það. En eftir svo marga lestra hlýt ég þó að rita nokkur vamarorð fyrir skilningsleysi mínu, með því að mér virðist saga þessi í flokki þeirra skáldverka, er nokkuð muni örðug skiln- ings almennum lesanda. Fráleitt dettur mér í hug að niðra Sjávar- föllum fyrir þá sök, að bókin sé hvorki smá- saga né skáldsaga. Þótt einhverjir kunni að hafa tilhneiging til að kistuleggja skáldskap eftir svoleiðis dagskipunum og höggva þá gjarna hæla og tær af til að geta framkvæmt grafarastörf sín, er slík afstaða hncykslunar- verð. Sérhvcrt skáld hlýtur að velja hugsunum sínum form óháð slíkum kcnnisctningum og verk þeirra að dæmast sem þau eru án hlið- sjónar af því, hvort efninu hefði betur mátt gera skil undir öðru formi. Sjávarföll eru undarlega klofið verk. A yfir- borði cr þetta raunsæ saga, þ. e. höfundur velur atburðarásinni svið raunveruleikans. En allt innra eðli sögunnar er ævintýrsins. Ég held, að banabitinn sé sá, að í verkinu togast svo hat- DAGSKRÁ ramlega á raunveruleiki og ævintýrablær, að það slítur sjálft sig sundur, svo að í sögulok Ieggja menn bókina frá sér án þcss að vera nokkru nær. Trúa engu. Var þetta draumur cða hvað? Sagan minnir einmitt merkilega á óljósan draum. I henni eru víða dregnar svo skýrar myndir, að menn freistast til þess að halda, að þeir séu meðal lifandi fólks, en svo hrekjast þeir óðar í þokuveröldina, þar sem algjör ókynni ríkja, svo að skynsemi manna stendur ráðþrota. A ytra borði ríkir raunsæi. Ungur maður á Suðurnesjum býr hjá tengdafólki sínu ásamt konu sinni, vinnur á Keflavíkurvelli, semur illa við tengdaföður og mága, hrekst heim til foreldra sinna og ræður sig síðan í skiprúm. Ilann leggur fyrir róða vonina um búskap á óðali konu sinnar, yfirgclur hana, en eygir nýia von í ástum ungrar stúlku, tekst ekki að bjarga ábýlisjörð föður síns frá cyðingu vegna hcrmangs tengdaföður síns. Þótt sumt í þesssari aðal atburðarás sé rakið með furðulegum ólíkindum, má þó kannski með góðvilja trúa megin söguþræðinum, en þegar kemur að persónulýsingum og einstökum at- vikum, erum við á valdi glórulausra draunia eða ævintýrasagnar. Milli raunveruleika og ævintýra skapast sú togstreita, að verkið fellur steindautt. Persónulýsingar allar eru skilgetin afkvæmi ævintýrs. — Hvítt og svart — annarra lita gætir ekki á litaspjaldi Jóns í þessari bók. Svo lengt gengur liann í þessa stefnu, að hann hef- ur næstum uppi harðyrði um líkamsútlit sögu- persóna sinna. Mágar Þorra hljóta þessa lýsingu: „Tveir menn, langir og krangalegir, úfnir og stríhærð- ir, með skörðóttar tennur . . . (bls. 14) . . . álút höfuð bræðranna inni í bílnum, tanna- brotin ber og samanbitin, hvasseygir, hlakk- andi viprur um gagnaugun . . .“ (bls. 115). Tengdafaðirinn: ......roskinn maður skeggj- aður, hár og mjósleginn, haltrandi mcð stafprik í hendi. Hann reigði sig mót sólu og klappaði velsældarlega á ístruvísi, sem hékk eins og kæfubelgur á grannvöxnum skrokki hans“ (bls. 15). Eða þá sendibeði Stóruvíkurfólks, Rún- ar: „. . . dulítill maður, lítt vaxinn til sálar og líkama . . . Hann mjakaðist í átt til þeirra, haltrandi og óviss i göngulagi . . . Votur munn- ur piltsins, varalaus og bleikur, geiflaðist af ótta, og lítil augu hans hurfu í hvarmakiprum 59

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.