Félagsbréf - 01.04.1958, Side 29

Félagsbréf - 01.04.1958, Side 29
17 FÉLAGSBRÉF og að lokum „Skuggar manna yfir andlit mitt mcð ásakandi liungursvipuin falla“. Þorsteinn Valdimarsson er elztur skáldanna sem liér verða kynnt, læplega fertugur. Hann á að baki langan skáldferil og hefur ort mikið um dagana. Eftir hann liggja þrjár allstórar Ijóðabækur, og heíur honum verið hrósað þó nokkuð fyrir tvær hinar síðustu, enda er Þor- steinn rímhagur vel og orðfimur. Hann kveður oft dýrt og er hvergi hræddur við tyrfið orðalag og fomfálegt tungutak. Hann er hefðbundn- astur skáldanna sem liér koma fram, og kveðskapur lians er epískur fremur en lýrískur. Hann hefur ríka tillineigingu til lieimspekilegra heilabrota. Mælgi Þorsteins á ekki við minn smekk, þó segja megi að stóru orðin fari honum betur í munni en ýmsum öðmm. Hann á það sammerkt við Gunnar Dal að lioniun er gjarnt að nota almenn ólilutkennd orð, þótt ljóð þeirra séu að öðm leyti ólík. Þorsteinn notar mikið orð einsog líf, dauði, algleymi, óminni, örlög, dagheimar, himindaggarnótt, draumaveig, morgunlönd, úthaf sálarinnar, aldamia slóð og önnur slík. Vitaskuld eiga slík orð sama rétt á sér í skáldskap og önnur orð tung- unnar, en menn verða að fara afar varlega með þau, ef skáldskapurinn á ekki að renna útí þokukenndan orðaflaum sem svæfir fremur en vekur lesandann. Þorsteinn Valdimarsson liefur fengið lof fyrir nýsköpim á íslenzknm Ijóðaháttum, en ekki fæ ég séð að hann liafi verið meiri nýskapari á þeim vettvangi en liin ungu skáldin — nema síður sé. Mörg ljóð hans eru þreytandi keimlík og draga óþægilega dám af fornum íslenzkum kveðskap og svo ljóðum höfuðskálda á síðustu öld. Honum tekst lang- bezt upp í léttum, músíkölskum liáttum einsog t. d. í ljóðunum „Á veg með vindum“, „Gýgjarstef“, „Brúðfylgjur“, „Norðurljós“, „Holta- sægjur, sætukoppar“, „í júní“, „Vor“, „Móðir“ og „Koss“, sem er eitt hezta ljóð hans. Þorsteinn fæst mikið við ádeilukveðskap, en víðast með heldur fá- tæklegum árangri. Hann er of hátíðlegur og liávær, gremja hans of augljós. Hann skortir hið beitta, liárfína liáð, sem bregður stundum fyrir hjá Jónasi Svafári. Það er liin kynlega þverstæða skáldskapar að sé boðskapurinn látinn sitja í fyrirrúmi fyrir listiimi, verður sjálfur boðskapurinn máttlaus. En þegar boðskapurinn er beygður undir kröf- ur listarinnar þá tvíeflir hún hoðskapinn.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.