Félagsbréf - 01.04.1958, Síða 43
PELA GSBRÉí'
31
teljast svo frábrugðið hinni viðteknu línu í Sovétbókmenntum,
hefði verið miklu sterkari sönnun um „stöðugleik landsstjórnar-
innar“ og „framfarastefnu" hennar heldur en nokkurt afrek í út-
sendingu gervitungla.
í stað þessa átti sér aðeins stað áðurnefnt melódrama, hér í
Mílanó og í Moskvu, um íhlutun hins ússneska kommissars, Alex-
eis Surkovs, sem er ágætt dæmi um þessa nýju og furðulegu teg-
und bókmennta-lögreglumanna. Það er hann, sem hefur hrundið
Pasternak út úr einveru sinni og neytt hann út í þá leiðinlegu
hringiðu, er óumflýjanlega fylgir öllum umdeildum áróðri. Þeir,
sem eiga eftir að rita sögu rússneskra bókmennta, munu fyrst
og fremst muna eftir þessari staðreynd. Surkov lætur sér heldur
ekki nægja hótanir í einkasamtölum og hægláta íhlutun á bak við
tjöldin. Á fundi ítalskra og rússneskra rithöfunda, sem nýlega
var haldinn, hélt hann opinbera ræðu um Pasternakmálið. Og hvað
lét hann sér þá um munn fara? Því væri erfitt að trúa, ef ræða
hans hefði ekki verið birt í blaði ítalskra kommúnista, Unitá, hinn
22. október s.l undir fyrirsögninni „Pasternak og Járntjaldið".
Hér er orðréttur kafli úr þeirri ræðu:
„Pasternak var vel kunnugt um forvitni(!) okkar og sendi handrit sitt
til eins af útgáfustofnunum okkar. Þar lásu allir handritið, og er þeir
sendu það aftur til höfundarins, rituðu þeir honum allir sameiginlegt bréf,
þar sem þeir útskýrðu í eintsökum atriðum, hvers vegna þeir voru höf-
undinum ekki sammála. Pasternak lét í ljós fúsan vilja til þess að failast
á vissa gagnrýni, og (bætti Surkov við) ég get ekki láð honum það, því
bók hans kastar skugga efasemda á gildi rússnesku byltingarinnar, sem
hann að meira eða minna leyti lýsir sem stærsta glæpi í sögu Rússlands
.... En útgefandinn hefur valið þann kostinn að ganga í berhögg við
óskir höfundarins og þar (hrópaði Surkov, og baðaði út báðum höndum)
sjáum við fyrir okkur hið vestræna frelsi. Við Rússar höfum aðrar hug-
myndir um frelsið ....“.
(Siðan bætti Surkov við samkvæmt frásögn Unitá):
„Þetta er í annað skiptið í bókmenntasögu okkar, að rússnesk bók kem-
ur fyrst fram í erlendri útgáfu, en í fyrsta skipti átti þetta sér stað með
bók Boris Pilnyaks, Bois des Iles ....“.
Og hver gæti svo tilgangurinn verið með þessari bitru áminn-
ingu? Pilnyak, sem var einn af mestu rithöfundum Sovétríkjanna,