Félagsbréf - 01.04.1958, Side 54
42
FÉL.AGSBRÉF
láta nokkur Grettistök ægja sér. Hún
verður í bernsku og æsku fyrir sterk-
um og heilsteyptum trúaráhrifum.
Köllun lífsins er kvaðning Guðs. En
hinar hörðu kröfur til heillyndis, af-
sláttarleysis og algerleiks, sem fólgn-
ar voru í skapgerð hennar, gerðu
henni ekki fært að una neinum brest-
um í grunni þeirrar trúarafstöðu,
sem allt viðhorf til lífsins byggðist á.
Nítján ára gömul, næturgestur að
Svínafelli í Öræfum, verður hún frá
sér numin. „Tíminn og rúmið hvarf
mér, allt nema þessi eina, brennandi
þrá að fá að sjá Guð, ef hann væri
til. Hún gagntók mig svo algerlega,
að ég veit ekki, hvort ég tifði í henni
mínútur eða klukkustundir, en ósjálf-
rátt varð hún að bæn, fyrstu bæninni,
sem ég hafði beðið um andleg gæði:
Guð, ef þú ert. til, þá kenndu mér að
þekkja þig, láttu það verða, hvað
mikið, sem það kostar mig“. Guð
bænheyrði hana „á sínum blessaða
tíma og á sinn blessaða hátt“, og í
ljósi þeirrar bænheyrslu dvínar birt-
an yfir þeirri guðsþekkingu, sem hún
eignaðist óbeðið þegar í bernsku og
skuggarnir vaxa yfir því skeiði æv-
innar, þegar trú hennar var aðeins
leit eða henni virtist hún kulnuð
(„Frá myrkri til ljóss“). Og hver fót-
festa, sem hún fær í trúarefnum,
verður brekkusæknum anda tiennar
viðspyrna til þess að klífa áfram.
Hinir mörgu sigrar trúarlífsins
smækka í minningunni vegna þess að
hún „seilist sífellt eftir því, sem
framundan er“, eins og postulinn
komst að orði, og hún finnur, að þótt
hvert spor í rétta átt sé mikilvægt,
er enginn andlegur sigur alger eða
unninn í eitt skipti fyrir öll.
Trúaráhrif bernskunnar móta
Ólafíu til frambúðar. En meðan h ' a
er enn á þroskaskeiði, fer hún utan
og kemst í umhverfi, þar sem meiri
hræringar eru í andlegu lífi en hér.
Síðan er hún langdvölum erlendis.
Hún kynnist og gerist virkur þátt-
takandi í starfsemi, sem er alþjóðleg
og borin uppi af fólki úr ýmsum
kirkjudeildum. Þarna er að leita
skýringar á vissum atriðum í trúar-
legri mótunarsögu hennar, þótt ein-
stakir þættir séu nokkuð á huldu.
Menn hafa furðað sig á því og
sumum ofboðið, að hún skyldi fá
mætur á Kalvín. Hefur sú skoðun
raunar komið fram í því sambandi,
að hvert frávik frá „lútherskum rétt-
trúnaði“ hjóti að vera til sálubóta,
jafnvel þótt horfið væri á vald þess
voðamennis og „kreddupostula", Kal-
víns.
Nú er það staðreynd, sem stendur
óhagganleg jafnt fyrir því, þótt sjón-
deildarhringur nútíma víðsýnis rúmi
hana ekki, að Kalvín er í hópi þeirra
manna, sem hæst ber í sögu Vestur-
landa, og einn sá maður, sem all-
margar mestu menningarþjóðir álf-
unnar telja sig eiga mest að þakka.
Þeirra á meðal eru Skotar og gat
Ólafía ekki dvalizt lengi meðal þeirra
án þess að verða vör við áhrif hans.
En dvöl hennar í Edinborg og kynni
við ágætt fólk þar skipar mikið rúm
í minningum hennar og fer hún ekki
dult með það, að þá hafi trúartil-
finningar hennar tekið nýjum þroska.
Líklegt má telja, að þau nánu kynni,
sem hún hafði þá haft af trúuðu
íólki í Vesturheimi, hafi þegar áður
komið henni í snei-tingu við Kalvín.
Þar þurfti hún ekki heldur víða að