Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Side 8
föstudagur 12. október 200710 Fréttir DV Stríðandi fylkingar Síðustu daga voru tennurnar dregnar úr borgarstjóra og hatrammar deilur innan Sjálfstæðisflokksins urðu til þess að hann situr nú einn eftir í minnihluta borgarstjórnar. Tvö lið börðust um völdin, annars vegar lið Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og hins vegar lið Geirs. H. Haarde, núverandi forsætis- ráðherra. Niðurstaðan varð sú að flokkurinn missti völdin í borginni. TrausTi HafsTeinssOn blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Stríðandi fylkingar innan Sjálf- stæðisflokksins urðu borgar- stjórnarflokki hans og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra að falli. Meirihlutasamstarf Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk í gær eftir logandi deilur borgarstjórnar síðustu vikur um Reykjavik Energy Invest, REI, og málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Í hatrammri deilu undanfarið hafa tvær fylkingar í Sjálfstæðisflokkn- um togast á, armur Davíðs Odds- sonar, fyrrverandi forsætisráð- herra, og armur Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Geir er legið á hálsi fyrir að hafa ekki hrifsað til sín völdin að fullu er Davíð dró sig úr pólitíkinni og hann á í vandræðum með gömlu valdaklíkuna í flokknum. Baráttan um síðasta vígið milli grasrótar- innar og gömlu flokkseigendanna stóð yfir og flokkurinn var klofinn í tvennt þegar kom að málefnum borgarstjórnar. Baráttan var á milli liða Geirs og Davíðs og borgar- stjórnarflokkurinn var óstarfhæfur sökum innanflokksdeilna. Átökin urðu til þess að flokkurinn stendur einn eftir utan borgarstjórnar. Klofinn í tvennt Síðustu daga vakti athygli hversu lítið borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins létu hafa eftir sér undir nafni sem renndi stoðum undir þá kenningu að innanflokks- átök grasseruðu. Þó svo að borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins full- yrtu að allt væri í góðu var ljóst að vandinn var flóknari en svo. Bak- tjaldamakk og valdabarátta inn- an flokksins var of mikil til þess að hægt væri að lægja öldurnar. Gras- rót flokksins var komin í stríð við leifarnar af flokkseigendafélög- unum, gamla kol- krabban- um. Vilhjálmur borgarstjóri varð fyrir mikilli reiði og árásum eigin flokksmanna, opinberlega vegna hugmyndaágreinings og slælegra vinnubragða við sameiningu REI og Geysis Green Energy. Að baki var þó um að ræða tilraun til að koma höggi á borgarstjóra og Geir. Stríð gegn Vilhjálmi er stríð gegn forsætisráðherra. Til varnar var Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sem spilar hlutverk í átökum líð- andi stundar og hið sama er sagt um Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra leiddi hins vegar baráttuna gegn Vilhjálmi og hans fulltrúar í borgarstjórn eru þau Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Gagnkvæm óbeit Björns og Guðlaugs Þórs leynir sér ekki og hermt er að sú óbeit komi jafnvel fram á ríkisstjórnar- fundum. rei-listi varð ofan á Úr röðum flestra flokka heyrð- ust raddir um að Björn Ingi og Vilhjálmur ættu að axla pólitíska ábyrgð og segja af sér. Í ljósi þess hversu fá fordæmi eru fyrir afsögn- um stjórnmálamanna hér á landi var talið ólíklegt að sú yrði niður- staðan. Mun líklegra var talið að flosnaði upp úr meirihlutasam- starfinu. Sú varð einmitt raunin því það var Björn Ingi sem tilkynnti borgarstjóra slit á meirihlutasam- starfinu og myndun REI-listans. Fyrirhugaður var í gær fundur meirihlutaflokkanna í Höfða þar sem fara átti yfir málin og ræða lausnir á þeim vanda sem upp er kominn. Björn Ingi mætti ekki til fundarins og út af honum gekk Vil- hjálmur borgarstjóri eftir viðræð- ur við samstarfsmenn sína. Í stað þess að málin væru rædd á fund- inum er hann sagður undirstrika enn frekar klofninginn í hópnum. Vildu velta Birni inga og borgarstjóra af stalli Hinn svokallaði Davíðsarm- ur vildi alls ekki að meirihlutinn héldi og vildi Björn Inga og Vil- hjálm borgarstjóra út úr borgar- stjórn. Dómsmálaráðherra, sem oftast hefur verið fylgjandi Dav- íð, var fljótur til að blanda sér í umræðuna og baðst opinberlega undan því að vera kenndur við þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í aðdraganda sameiningar REI og Geysis Green Energy. Fyrrverandi aðstoðar- maður hans í dómsmálaráðuneyt- inu, Friðjón Friðjónsson, kallaði borgarstjóra spilltan og flestir við- mælenda DV telja ljóst að þau skrif voru runnin undan rifjum ráðherra. Hann fullyrti jafnframt að Björn Ingi hefði hótað slitum á meiri- hlutasamstarfinu og vildi sjá að tekið yrði upp meirihlutasamstarf við vinstri græna. Gegn þeirri hug- mynd að taka upp samstarf börð- ust hart þeir Geir og Guðlaugur Þór og vildu frekar annað hvort halda meirihlutanum eða taka upp sam- starf við Samfylkinguna. Niðurstað- an varð sú að Sjálfstæðisflokkurinn málaði sig út í horn og hinir flokk- arnir tóku frumkvæðið. Fyrir liggur borgarstjórn án Sjálfstæðisflokks- ins sem eftir stendur sár vegna hat- rammra deilna. Síðustu daga ���ur borgarstjórn �ogað sta�nanna á mi��i og innan��okksd�i�ur sjá��- stæðismanna spr�ngdu m�iri��utasamstar�- ið í borginni. Borgar- stjóri var rúinn trausti og �ans �igin sam- ��okksm�nn í borgar- stjórnar��okknum börðust g�gn �onum. Að tja�dabaki má �inna tvær �y�kingar s�m b�rjast um vö�din. Davíðsarmur: n björn bjarnason, dómsmálaráðherra n gísli Marteinn baldursson, formaður borgarstjórnarflokks sjálfstæðisflokksins n Hanna birna kristjánsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar n Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi n styrmir gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins (vildi mynda meirihluta með Vg) n kjartan gunnarsson, miðstjórnarfulltrúi sjálfstæðisflokksins Geirsarmur: n guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra n Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri n kjartan Magnússon, borgarfulltrúi n Jórunn frímannsdóttir, borgarfulltrúi n bolli thoroddsen, varaborgarfulltrúi n Marta guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi og formaður Varðar fiJÓ‹VAKI Hlutverkaskipti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var borgarstjóri og dagur b. eggertsson oddviti stærsta minnihlutaflokksins. Nú hafa hlutverkin snúist við. ráðhús reykjavíkur deilur innan sjálfstæðis- flokksins urðu til þess að fyrstu valdatíð hans í borginni frá 1994 lauk eftir rúmt ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.