Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Page 12
föstudagur 12. október 200712 Fréttir DV TUGIR MILLJARÐA FARNIRFL Group er einn stærsti hluthafinn í bandaríska flugrisanum American Airlines en bréf í félaginu hafa hríð-lækkað í verði á árinu. Frá því í janúar hafa bréfin lækkað um 50 prósent og hefur það kostað hluthafa í félaginu um þrjú hundruð og tvo milljarða króna samkvæmt bréfi sem forstjóri FL Group skrifaði til stjórnar Ameri- can Airlines. Upplýsingaflæði innan American Airlines er lélegt og þarf að taka innra skipulag þess til endurskoð- unar. Upplýsingafulltrúi FL Group segir stöðu bréfanna ekki binda hend- ur félagsins til frekari fjárfestinga. „Við teljum að það þurfi að upplýsa hluthafana betur og við teljum að það séu umtalsverð verðmæti falin í þessum einingum sem eru ekki gerð nægilega sýnileg eins og staðan er nú.“ Hlutabréf í bandaríska flugrisan- um American Airlines Corporation hafa hríðlækkað á þessu ári. Frá því um miðjan janúar hefur gengi bréfa lækkað um fimmtíu prósent. Fjárfestingarfélagið FL Group er einn stærsti hluthafinn í Ameri- can Airlines, með rétt innan við tíu prósenta hlut. Lækkandi gengi hlutabréfa í American Airlines hefur kostað hluthafa þess sam- tals allt að fimm milljarða banda- ríkjadollara eða um þrjú hundruð og tvo milljarða króna samkvæmt núgildandi gengi. Miðað við þess- ar forsendur má ætla að FL Group undir forystu Hannesar Smárason- ar hafi tapað um það bil tuttugu og fimm milljörðum króna á þessu ári með fjárfestingu í bréfum Ameri- can Airlines. Sjálfur segir Hannes Smárason í bréfi sem hann skrifaði stjórn félagsins að gengislækkun- in hafi kostað hluthafa Í American Airlines gífurlegar fjárhæðir. Hvetur til aðgerða Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hefur gagnrýnt stjórn Am- erican Airlines og sagt að verð- mætasköpun þess sé undir þeim væntingum sem fjárfestar gerðu sér. FL Group hefur mjög mikla reynslu af flugrekstri og hefur meðal annars fjárfest farsællega í lággjaldaflugfélögunum Easy- Jet, Sterling Airlines og Finnair að ógleymdu Icelandair. Í lok september skrifaði Hannes bréf sem stílað var beint á stjórn fé- lagsins þar sem hann hvatti stjórn- ina til aðgerða strax sem munu snúa stöðu fyrirtækisins við. Það er fremur sjaldgæft að stórir hlut- hafar skrifi bréf með þessum hætti beint á stjórn félags- ins líkt og Hannes gerði. Í bréfinu segir Hannes stöðu Am- erican Airlines valda vonbrigðum og hún sé óvænt. Hann sjái sig því knúinn til þess að skrifa stjórninni beint. Hannes segir það löngu tímabært að taka til alvarlegrar endurskoð- unar hvernig snúa megi stöðu Am- erican Airlines við. Í stað þess að kenna utan- aðkomandi þátt- um, á borð við olíuverð og mjög mikla samkeppni á markaðnum, um slæma stöðu fyr- irtækisins, verði stjórnendur að móta sér stefnu til þess að auka verð- mæti bréfa í fyrir- tækinu á ný, svo hluthafar þess fái eitthvað fyrir sinn snúð. Veldur áhyggjum Staða American Airlines á verðbréfa- markaðnum hlýtur að valda stjórnend- um FL Group nokkr- um áhyggjum, þar sem erfitt getur verið að ná fyrirtækinu á skömmum tíma upp úr þeirri lægð á mörkuðunum sem það er í núna. Hvort tveggja kemur til að verð- mæti bréfanna hefur lækkað mik- ið og hugsanlegt gengistap vegna gjaldeyrisviðskipta með dollarann. Hins vegar eru horfur á verðbréfa- mörkuðum ágætar nú um stundir og Dow Jones farið upp á við. Það var mat þeirra sem DV ræddi við að staða bréfa í FL Group hefði ekki mikil áhrif á tækifæri þess til fjár- festinga á næstunni. Jón G. Hauksson, ritstjóri tíma- ritsins Frjálsrar verslunar, varar þó við því að tala um að FL Group hafi tapað peningum þar sem fyrir- tækið hefur ekki enn selt hlut sinn í American Airlines. „Verðmæti bréfanna hefur lækkað en þeir hafa hvorki tapað né grætt neina peninga fyrr en þeir selja bréfin. Það er algengt að tala um gróða og tap um leið og gengi bréfa hækkar eða lækkar.“ Mikil lækkun Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi FL Group, segir lágt gengi á bréfum í American Air- lines ekki hafa áhrif á rekstur eða framtíðarfjárfestingarmöguleika FL Group. Félagið vill ekki gefa upp fyrir hversu mikið það fjárfesti í American Airlines, en hluturinn hleypur eins og áður segir á tugum milljarða króna. „Það er viss ein- földun að bera saman gengið þeg- ar FL Group keypti bréfin og gengið nú um stundir og fá út ákveðna nið- urstöðu, en það er samt sem áður ljóst að bréfin hafa lækkað umtals- vert. Gengi bréfa getur hins vegar alltaf sveiflast og þetta er ekki tapað fé í þeim skilningi.“ American Airlines er eitt stærsta og virtasta flugfélag Bandaríkjanna, en vandi fé- lagsins felst eins og áður segir í innra skipulagi þess. Upplýsinga- flæði frá stjórnendum fyrirtækisins er ófullnægjandi og viðskiptaein- ingar þess eru ekki nægilega skýrar svo erfitt er að meta hvort þær skili hagnaði eða tapi. Kallar eftir betri yfirsýn Kristján heldur áfram: „FL Group hefur gagnrýnt American Airlines vegna þess að upplýsinga- gjöfin til hluthafa er ekki nægilega skýr. American Airlines rekur marg- ar viðskiptaeiningar á borð við vild- arklúbba og það hefur reynst erfitt fyrir fjárfesta að fá yfirsýn yfir stöðu hverrar einingar, hvort hún skilar tapi eða hagnaði. Við teljum að það þurfi að upplýsa hluthafana betur og við telj- um að það séu umtalsverð verð- mæti falin í þessum einingum sem eru ekki gerð nægilega sýnileg eins og staðan er nú.“ Kristján segir það ekki á döfinni að FL Group selji bréf sín í American Airlines. Hann seg- ir jafnframt erfitt að spá fyrir um hvort gengi bréfa í American Air- lines muni hækka á næstunni. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að bréfin gætu hækkað því rekstur fyr- irtækisins er á margan hátt ágæt- ur, en það er hins vegar útilokað að spá fyrir um það. Við teljum að ná- kvæmari upplýsingagjöf gæti orðið til þess að markaðurinn fengi skýr- ari mynd af rekstrinum og gæti þá betur metið raunverulegt verðgildi hans.“ AMericAn AirLines gengi á bréfum félagsins hefur lækkað um 50 prósent frá því fL group keypti stóran hlut í því. HAnnes sMárAson fL group hefur hvatt american airlines til þess að snúa stöðunni við. Miðað við núgildandi gengi hefur fL group tapað tugum milljarða króna á fjárfestingu í american airlines. VALGeir Örn rAGnArsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.