Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Síða 14
Föstudagur 12. október 200714 Fréttir DV „Við byrjuðum að skipuleggja þessa ferð hálfu ári áður en við lögðum í hann,“ segir hinn 21 árs gamli Arnar Ómarsson, sem hélt í tveggja vikna ferð til Írans nú á haustmánuðum ásamt tveimur fé- lögum sínum, þeim Örlygi Hnefli Örlygssyni og Benedikt Þorra Sig- urjónssyni. 14. september stigu þeir félagar um borð í flugvél sem flutti þá frá Keflavík til London. Þaðan flugu piltarnir í sex tíma áður en þeir lentu á alþjóðaflug- vellinum klukkan sex að morgni 15. september í Teheran. Þar áttu þeir eftir að eyða ógleymanlegum hálfum mánuði af ævi sinni. Vinaleg þjóð „Við vorum búnir að ákveða hálfu ári áður en við héldum í ferð- ina hvert við ætluðum að fara. Á þessu hálfa ári lásum við okkur til um sögu og menningu Írans. Eftir því sem við lásum meira sáum við hvað landið var allt öðruvísi en við höfðum gert okkur í hugarlund. Það eru margir sem halda að Íran- ir séu hálfgerðir villimenn. Sann- leikurinn er hins vegar sá að það er rosaleg samheldni meðal íbúa landsins og allir eru mjög hjálp- samir. Eftir að hafa ferðast um landið kom það á daginn að eini neikvæði punkturinn virðist vera ríkisstjórnin og forsetinn Mah- moud Ahmadinejad.“ Kúgun af hálfu stjórnvalda Aðspurður af hverju Íran varð fyrir valinu af löndum heimsins segir Arnar að ástæðan hafi meðal annars verið sú að þar liggur elsta menningararfleifð mannkyns- ins. „Sagan á bak við fólkið í land- inu er mjög heillandi og við sáum þarna nokkur þúsund ára gömul mannvirki sem okkur fannst heill- andi. Við fórum þangað þó fyrst og fremst til að upplifa menning- una og mannlífið en ekki bygg- ingarnar og arkitektúrinn,“ segir Arnar en hann starfar sem ljós- myndari og umbrotsmaður fyrir DV. Á ferð sinni um Íran tók hann um þrjú þúsund ljósmyndir en að hans sögn hefði hann vel getað tekið fleiri myndir. Arnar segir að á ferð sinni um landið hafi hann ekki rætt við einn mann sem studdi forsetann Ahm- adinejad. „Það eru mjög marg- ir andsnúnir honum og vilja að hann og klerkastjórnin hverfi frá völdum. Það er æðsti draumur margra að Bandaríkjamenn ráð- ist inn í landið sem fyrst til að ein- hver möguleiki væri á að losna við klerkastjórnina. Mér fannst það ansi skuggalegt en það sem fólki mislíkar er kúgunin sem stjórn- völd beita fólkið í landinu.“ Sem dæmi um þá kúgun sem ríkir í landinu má nefna að engir skemmtistaðir eru leyfðir í landinu og ekkert áfengi. Skemmtistöðum var skipt út fyrir moskur og þær eru í öllum hverfum. Hvers konar afþreying er af skornum skammti og kvikmyndahús sýna aðeins lít- ið brot af þeirri kvikmyndaflóru sem Vesturlandabúar eru mataðir á. Gervihnattadiskar eru einnig á bannlista hjá stjórnvöldum. „Þetta er það sem fólk þolir ekki, það er að geta ekki verið það sjálft.“ Fólk kemst ekki burt Í Teheran kynntust strákarnir 42 ára leigubílstjóra að nafni Ramin sem fylgdi þeim alla leiðina. Arn- ar segir að hann hafi reynst þeim ómetanlegur því hann keyrði þá vítt og breitt um landið. Arnar segir að andúð Amars á landinu sé mik- il en á síðustu tuttugu árum hef- ur hann gert ítrekaðar tilraunir til að komast frá Íran. „Honum hefur alltaf verið hent aftur til landsins. Það eru margir sem vilja fara frá landinu en mjög fáir sem komast í burtu. Fólk þarf að vera mjög vel menntað eða vel statt fjárhagslega en konur eru í miklum meirihluta þeirra sem fara í háskóla. Fólkið hefur engin völd til að breyta þessu því kosningarnar skipta engu máli að sögn innfæddra. Það eina sem breytist eru kjör hinna ríku.“ Strákarnir ferðuðust vítt og breitt um landið og frá Teheran fóru þeir til borgarinnar Esfahan Íranar vilja innrás Þeir Arnar Ómarsson, Örlygur Hnefill Örlygsson og Benedikt Þorri Sigurjónsson héldu á dögunum í ógleymanlega ferð til Írans en ferðin stóð yfir í hálfan mánuð. Þeir komust að því að fólk kýs frekar að fara í kynskiptaaðgerðir en að vera samkynhneigt. Margir grátbiðja um að Bandaríkjamenn geri innrás í landið og vilja losna við forsetann Mahmoud Ahmadinejad. Það sem kom einna mest á óvart var hve vinaleg og umburðarlynd íranska þjóðin er. Einar þór sigurðsson blaðamaður skrifar: einar@dv.is „Sannleikurinn er hins vegar sá að það er rosa- leg samheldni meðal íbúa landsins og allir eru mjög hjálpsamir.“ Staðreyndir um Íran Stærð: 1.648.145 ferkílómetrar Höfðuborg: teheran Íbúar: 65,4 milljónir Fæðingartíðni: 16,57 á hverja þúsund íbúa Dánartíðni: 5,65 á hverja þúsund íbúa Hagvöxtur: 4,6% árið 2006 „Það er æðsti draumur margra að Bandaríkja- menn komi inn í landið sem fyrst.“ Mótorhjól Mikil mótorhjóla- menning er í Íran og oft sést til heilla fjölskyldna á einu hjóli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.