Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Síða 24
HIN HLIÐIN Líður iLLa innan um frægt fóLk n Nafn og kyn? „Guðmundur Jónsson, karlmenni.“ n Atvinna? „Tónlistarmaður.“ n Hjúskaparstaða? „‚Ólofaður.“ n Fjöldi barna? „Engin, á hins vegar einn frábæran fósturson.“ n Áttu gæludýr? „Nei.“ n Ef þú værir bíll, hvaða bíltegund vildir þú þá vera og hvers vegna? „Þetta er skrítin spurning! En ef ég væri gítar myndi ég vilja vera Fender. Hann er einfaldur en einstakur, fellur vel að líkamanum og bræðir ætíð hin köldustu hjörtu.“ n Hefur þú komist í kast við lögin? „Jú, mig minnir einhvern tímann á unglingsárum mínum fyrir óspektir á almannafæri. Þá var maður svo blautur á bak við eyrun.“ n Borðar þú þorramat? „Já, flest nema hákarl og súrsaðan hval.“ n Hefur þú farið í megrun? „Ekki kannski megrun, en maður reynir að hugsa um heilsuna og mataræðið.“ n Grætur þú yfir minningargreinum um ókunnuga? „Nei.“ n Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já, þegar ég var í menntaskóla, þá var alltaf verið að agnúast út í eitthvað. Einhvern tímann fórum við úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti niður í bæ til að heimta mötuneyti í skólann, eða eitthvað því um líkt.“ n Lestu blogg? „Ekki lengur, hef bara ekki tíma fyrir enn eitt rausið.“ n Trúir þú á framhaldslíf? „Já, algjörlega. Við erum bara hér í stuttu stoppi.“ n Hver er uppáhaldshljómsveitin þín? „U2, síðan ég heyrði New Year’s Day með Eika Hauks og félögum, verslunamannahelgina í Þjórsárdal sumarið1984.“ n Kanntu dónabrandara? „Nei, er ekki mikið fyrir brandara.“ n Kanntu þjóðsönginn? „Ekki textann, en ég gæti raulað lagið ef ég þyrfti að bjarga lífi mínu. Stæði mig kannski betur með þjóðsönginn hans Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Ísland er land þitt.“ n Kanntu trúarjátninguna? „Nei, ég gleymdi henni skömmu eftir fermingu.“ n Spilar þú á hljóðfæri? „Já, gítar, piano og sög.“ n Styður þú ríkisstjórnina? „Hún er skárri á pappírunum en sú síðasta, sem er nú ekki erfitt.“ n Hvað er mikilvægast í lífinu? „Að láta drauma sína rætast.“ n Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Engan. Mér líður ekki vel innan um frægt fólk. Ég er rétt farinn að venjast Bubba Morthens.“ n Hefur þú eytt peningum í vitleysu – þá hvaða? „Hef ég? Það yrði langur og ljótur listi ef ég þyrfti að telja allt upp. Bara bílakaup mín í gegnum tíðina hafa kostað mig offjár og ómældan hausverk. Hæfileikar mínir liggja ekki í viðskiptum.“ n Heldur þú með einhverju íþróttafélagi? „Ég er nú ekki heltekinn af íþróttabakteríunni en Manchester United og KR hafa hugnast mér í gegnum tíðina.“ n Hefur þú ort ljóð? „Ekki ljóð, en slatta af lagatextum og verður sú iðja skemmtilegri með hverju árinu.“ n Eru fatafellur að þínu mati listamenn? „Alveg eins og margt annað sem rúmast í þeim kima, þetta er allt spurning um hugarfar.“ n Eru briddsspilarar að þínu mati íþróttamenn? „Algjörlega, eins og skákmenn og golfarar til dæmis.“ n Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Sjálfu sér.“ n Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Ég veit það ekki. En núverandi ástand er ekki að virka, er það? Allt sem er bannað verður hættulegt og sexí hjá ungu fólki. Við þurfum að læra að treysta okkur sjálfum.“ n Stundar þú íþróttir? „Ég held mér í horfinu í ræktinni.“ n Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, ég hef gert það. Maður fær stundum nýja vinkla á sjálfan sig.“ Umræða DV LR HENNING VIRKAR!! 7 kg farin á 8 vikum 30 kg farin á 16 vikum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.