Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Síða 37
að halda áfram á þessari braut verð ég víst að virða það við hann. Vinna Audda er eflaust krefjandi og tímafrek. Hefur hann tíma til að sinna fjölskyldunni? „Já, já, en ég mætti alveg gera meira af því. En við hittumst reglulega og tökum spil,“ segir Auddi en að taka spil er eitt af áhugamálum hans. „Svo er ég forfallinn bíófíkill og Manchester-maður.“ Af undarlegum atvikum Þeir sem njóta vinsælda yngri kynslóðarinn- ar eru oft sagðir í ábyrgðarhlutverki. Þeir eru fyr- irmynd. Oft komu upp deilur í kringum þáttinn 70 mínútur. Krakkar öpuðu upp það sem strák- arnir gerðu, foreldrum oft til mikillar mæðu. „En svo var líka oft kvartað yfir því að þátturinn væri sýndur of seint. Það er alltaf hægt að kvarta yfir einhverju. Ég lenti til dæmis í skondnu at- viki fyrir stuttu, talandi um fyrirmyndir. Það var föstudagur, ég fór í Ríkið og keypti bjór. Þá kom ungur strákur upp að mér og bað um eigin- handaráritun. Ég gaf honum hana að sjálfsögðu. Þá kom mamma hans upp að mér. Leit í augun á mér hvöss á svip og sagði: Góða fyrirmyndin! Ég spurði á móti: Bíddu, átt þú þá að vera með strákinn í Ríkinu? Konan strunsaði þá í burtu. Það koma alltaf upp svona undarleg atvik inn á milli,“ segir Auddi sem á eflaust eftir að nýta sér þetta atvik í handritsskrif sín einhvern daginn. Leggur lokahönd á Tekinn Þessa dagana vinnur Auddi hörðum hönd- um að því að klára síðustu syrpuna af Tekinn. „Það er búið að gera alla hrekkina. En við erum svona að vinna í því þessa dagana að taka upp það sem á eftir að taka upp í stúdíóinu og það eru svona ýmsir smáhlutir sem eru eftir. Það eru margir spennandi þættir fram undan. Marg- ir hrekkir sem heppnuðust virkilega vel. Inga Lind sjónvarpskona var tekin og verður sá þátt- ur sýndur eftir tvær vikur. Við stilltum upp svona Hollywood-paparazzi-sirkus þar sem blaða- maður og ljósmyndari eltu hana á röndum og hún varð alveg brjáluð.“ Hefur þú eignast einhverja óvini á þessu brölti? „Nei, það held ég ekki. Ég þekki flesta sem hafa verið teknir. Ekki þannig að ég bjóði þeim öllum í afmælið mitt eða eitthvað slíkt. Bara svona hæ og bæ. Allt þetta fólk segir enn- þá hæ og bæ við mig svo ég held að það sé bara allt í góðu. Ég las reyndar í einhverju blaðinu um daginn pistil þar sem viðkomandi lýsti því yfir að Tekinn væri ekki lengur fjölskylduskemmtun því ég hefði meitt Þorgrím Þráinsson. Sá hinn sami veit greinilega ekki að við Toggi erum góðir vinir. Hann er hraustur maður og gat alveg tek- ið þessu. Ég hefði líka aldrei gert þetta við neinn annan en hann.“ Búinn með kvótann í bili Þegar síðustu þáttaröð af Tekinn lauk voru gefnar út yfirlýsingar þess eðlis að ekki stæði til að framleiða fleiri þætti. Annað kom á dag- inn. Stöð 2 keypti réttinn af Sirkus og ráðist var í gerð tvöfalt fleiri þátta. Hverju breytti það? „Við fengum talsvert meira fjármagn til þess að gera þættina og fyrir vikið eru þeir auðvit- að betri. Eins eru fleiri sem koma að þáttunum sem auðveldar svo margt. En nú stendur ekki til að gera fleiri þætti, hvort sem fólk trúir því eða ekki. Við sögðum þetta líka síðast, ég veit það, en það var með vilja gert svo að fólk yrði ekki vart um sig. Þetta krefst auðvitað ákveð- ins leynimakks. En ef ég á að segja alveg satt, þá stendur ekki til að gera fleiri þætti í bráð. Þó það sé tiltölulega auðvelt að verða þekkt andlit á Íslandi held ég að við séum búin með kvót- ann í bili.“ Endist ekki að eilífu Í spjallinu við Audda kemur hann nokkrum sinnum inn á háskólanám. Það er eins og hon- um finnist hann eiga það eftir. „Hefði ég ekki fengið vinnu í sjónvarpi á sínum tíma hefði ég eflaust farið í félagsfræði. Nú þegar ég er kom- inn með svona mikla reynslu af fjölmiðlum væri ég líka til í að fara í fjölmiðlafræði. En ég hélt alltaf að þetta skóladæmi væri bara bóla sem mundi springa. En þetta virðist ætla að halda sér svo ætli ég fari ekki í skóla einn daginn. Fólk fer orðið í skóla á öllum aldri svo það er ekkert til að skammast sín fyrir. Eins og er finnst mér samt allt of gaman í vinnunni til þess að ég tími að hætta en ég geri mér samt grein fyrir því að þetta endist ekki að eilífu. Ég væri líka til að prófa að búa í útlöndum án foreldra minna.“ Nýr þáttur í farvatninu Auddi er þekktur fyrir flest annað en að sitja auðum höndum. Nýr sjónvarpsþáttur er í far- vatninu. „Ég, Sveppi, Sigurjón Kjartans og fleiri handritshöfundar erum að leggja drög að nýj- um leiknum sjónvarpsþáttum. Við Sveppi höf- um ekkert skrifað saman frá því í Svínasúpunni svo við erum mjög spenntir fyrir að hefja sam- starf á ný. Við erum ekki komnir langt í þessu ferli, erum svona að vinna að þessu, svo það borgar sig að segja sem minnst,“ segir Auddi að lokum. DV Helgarblað föstudagur 12. OKtÓBEr 2007 37 „Ég var alltaf að angra Simma á djamminu og spurði hann: Jæja, hvenær fæ ég að leika í falinni myndavél hjá ykkur?“ Kann ekki að skipta um dekk á bíl auddi segist hafa fljótt áttað sig á því að handlaginn væri hann ekki. Hann vissi hins vegar að hann átti fullt erindi í sjónvarp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.