Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Qupperneq 49
DV Helgarblað Föstudagur 12. október 2007 49 Tónlistarmaðurinn Curver Thoroddsen mun á næstu dögum fremja gjörning í Listasafni Íslands. Gjörningurinn stendur yfir í rúma viku en þar mun Curver selja alls konar drasl sem hann hefur sankað að sér. LISTIN AÐ BJÓÐA DRASL TIL SÖLU „Ég er að fara að losa mig við hell- ing af dóti sem hefur safnast í kring- um mig undanfarin ár. Þetta verður svona ekta kompusala.“ Þetta segir tónlistarmaðurinn Curver, sem mun framkvæma gjörning í Listasafni Ís- lands næstu vikuna. Sýningin verð- ur opnuð á laugardaginn og stendur í rúma viku og er hluti af Sequence- myndlistarhátíðinni sem hefst um helgina. „Þetta er eiginlega hvers- dagslegur gjörningur. Hann samein- ar listina og raunverulegar aðstæð- ur. Ég er fluttur til útlanda og þarf að losa mig við dót. Með því að setja þetta inn í listasafnið skapast meiri stemning í kringum þetta og þetta verður um leið að listgjörningi,“ seg- ir Curver. Skoda til sölu Curver verður með alls kyns dót til sölu. „Þarna verður allur skal- inn; geisladiskar, vínylplötur, bæk- ur og föt, svo dæmi séu tekin. Ég ætla að selja gamla trommusett- ið mitt, rafmagnsgítarmagnara, bil- aða skellinöðru og Skodann minn, sem er reyndar í topplagi. Aðalmál- ið er að koma þessu frá mér. Koma þessu í hendur einhverra sem kunna að nota hlutina, kannski einhverra handlaginna sem geta séð notagild- ið í þessum hlutum sem þarfnast sumir hverjir viðhalds,“ segir Curver en bætir við að það verði sérstaklega erfitt að kveðja trommusettið. „Ég er búinn að eiga settið mjög lengi og hef alltaf ætlað að gera það upp. Ég hef aldrei fundið mér tíma til þess og ég vona að trommusettið geti nýst nýjum verðandi eiganda vel.“ Í beinni á Rás 2 Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem tónlistarmaðurinn geðþekki fremur gjörning af þessu tagi. „Áður tók ég íbúðina mína í gegn og sýndi í Lista- safninu. Það var mjög gaman. Mér finnst eitthvað heillandi við það að sýna fólki raunverulegar aðstæður fólks; sameina listina og hversdags- lífið.“ Hlustendur Rásar 2 geta fylgst með framvindu mála í útvarpinu um helgina. „Rás 2 ætlar að fylgjast með þessu hjá mér og vonandi verður fólk duglegt að koma. Ég held að þarna geti skapast góð stemning og þetta verður virkilega gaman, held ég,“ segir Curver en hann mun selja eigur sínar á mjög hóflegu verði. „Ég verð þarna alla vikuna með posavélina og góða skapið að vopni.“ Tímamót Hann segir sýninguna marka ákveðin tímamót í lífi sínu. „Þessi gjörningur mun hjálpa mér við að kveðja þessa gömlu hluti sem ég hef haft í kringum mig undanfarin ár. Ég hef verið að þvælast í vinnustofum og stúdíóum og því hefur alls konar drasl safnast upp hjá mér. Þetta verð- ur því ákveðin tiltekt í mínu lífi, sem er mjög þroskandi. Ég tími aldrei að henda neinu og held alltaf að ég hafi tíma til að nota hlutina seinna, lík- lega eins og margir aðrir,“ segir Curv- er en fyrir mánuði flutti hann til New York þar sem hann mun vinna sér inn meistaragráðu í myndlist. „Þegar það er búið verð ég meistari í mynd- list,“ segir Curver glaður í bragði að lokum. Curver Thoroddsen Ætlar meðal annars að selja bílinn sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.