Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Page 53
Tr yg g va g a ta Tr yg g va g a ta föstudagur 12. október 2007 53 Helgarblað DV Föstudagur Laugardagur Sveitt á Prikinu Í kvöld tekur danski trúbadorinn Martin Hoyebye lagið á Prikinu upp á gamla mátann. Þegar Martin er svo búinn að dæla tónum í fólkið tekur enginn annar en dj Árni sveins við, með massífar melódíur svífandi minninga. ekki missa af þessu, því þá fer allt í klessu. Gísli Galdur á Prikinu Þú veist hvað þeir segja, ef kerfið fer ekki í rautt er partíið dautt. Þetta veit líka gísli galdur sem stendur vaktina við græjurnar á Prikinu á laugardagskvöldið. ógurleg stemning alveg hreint. Mættu! Gillað á Barnum Á barnum í kvöld verður heljarinnar stemning en þar verður enginn annar en gísli galdur, grilli gald, eibandi Meibarinn á stálborðunum. grilli Meib er aðalmaðurinn í þessum bransa og fólkið getur ekki sleppt því að dansa þegar hann ætlar djamm- kallinu að ansa. dettu í gang! Skakkamanage á Organ skakkamanage spilar á organ í kvöld en þar verður þeirra eigin friðarsúla afhjúpuð. Ný lög verða keyrð alveg lengst upp í... og svo verður nýtt 17. júní-lag frumflutt. Þú vilt ekki missa af þessu, sérstaklega þar sem það er frítt inn. Paparnir ásamt Á móti sól á Gauknum gaukurinn víkur hvergi frá stönginni í kvöld. Þar mæta Paparnir ásamt glettnum félögum úr Á móti sól. Nóg verður um ljúfa tóna, svo það er um að gera að taka skíðastígvélin af löppunum og skella sér í dansskóna. Löggan á Hverfis suðurnesjarefurinn atli skemmtanalögga sér um helgina á Hverfisbarnum. allir leiðindapúkar verða handteknir af löggunni og hent í partískapið. Ú, jea. Dirty South á Broadway Heitasti remixari í bransanum í dag. uppalinn í bretlandi, fluttist til Ástralíu á unglingsaldri og hefur ekki hætt að detta í gang síðan. Nei, það sem þið heyrðuð er rétt, dirty south þeytir skífum á broadway í kvöld. glimrandi danstónlist sem ætti að geta glatt alla. Fjör á Vegó Í kvöld spilar á Vegamótum plötusnúður er kennir sig við fönk górillunnar, öfgakennda og lítið útbreidda plötusnúðastefnu ættaða úr frumskógum kongó. dj gorilla funk er agalegur nagli og hikar ekki við að þeyta feitum bassa í allar áttir með þeim afleiðingum að fólk dansar og glansar. Motion Boys á Organ Hljómsveitin Motion boys þenur túbuna á organ í kvöld. einnig lætur Johnny sexual sjá sig ásamt Herði bragasyni. ekkert nema gúmmulaði. seinna um kvöldið dettur í gang dj Laz- er, sem ætlar að gera hið ógeranlega; snoða mann á meðan hann spilar reel 2 reel featuring the mad stuntman. Illaður á Vegó Illaður dan sem er þekktur undir nafninu danni deluxe hefur tekið upp nafnið danni deluxxx því það er nú einu sinni mun illaðra. ó, já, það verður illuð stemning á Vegamótum á laugardaginn. Dj Stef á Hvebbanum Það er meistari gunni „með hann stóran“ stef sem sér um laugardagskvöldið á Hverfisbarnum. Hann hatar ekki að matreiða dansi dansi ofan í sætu stelpurnar á Hverfis. Bræðrabylta á Qbar dj bræðurnir kalli og Maggi felix verða á græjunum á Q-inu í kvöld. bræðurnir hafa löngum verið þekktir fyrir að henda saman feitustu tónunum í bland við þéttasta taktinn. kíktu niður eftir og sjáðu hvað málið snýst um. Símon Fönix á Oliver Það er dansljónið og partískelfirinn sjálfur dj símon sem verður á oliver á laugardaginn. símon Límonaði er svakalegur nagli sem snúið hefur skífum á öllum betri knæpum heimsins. ekki missa af þessu, annars kemur djammpúkinn og sækir þig. Casanova 13 dj Hjalti Casanova leikur ljúft á skemmtistaðnum 7-9-13 á laugardags- kvöldið. taumlaus gleði þar og allt í gangi, eða við skulum vona það, sjö, níu, þrettán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.