Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 2
 20%afsláttur Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun. Málþing um einhverfu Íslendingar ætla að veiða 154 langreyðar í ár. Langreyður er á alþjóðlegum válista yfir dýr í útrýmingarhættu. Obama Bandaríkjaforseti telur veiðarnar ólöglegar og ætlar að beita bandaríska stjórnkerfinu til þess að þrýsta á Íslendinga að hætta hvalveiðum. Þ egar ég flutti á 18. hæðina sagði nágranni minn mér fljótt að það væri ekki óalgengt að fólk tæki sjóveikitöflur þegar virkilega illa viðraði. Mér fannst það frekar skondið og þóttist fær í flestan „sjó“,“ segir Björk Eiðsdótt- ir, annar ritstjóri MAN magazine, sem er til húsa í turninum við Höfðatorg. „Ég get nú ekki sagt að ég hafi orðið alvöru sjóveik en maður fann fyrir vagginu. Í versta veðrinu í vetur passaði maður sig á að horfa ekki mikið á loftljósin því það er ávísun á nettan svima og ég man eftir einum degi þegar ég hélt bara aðeins í skrifborðið með vinstri á meðan ég pikk- aði á lyklaborið með hægri – frekar sein- legt en vel gerlegt,“ segir Björk og tekur fram að á slíkum dögum hafi verið heilla- vænlegast að klára hratt úr kaffiboll- anum. Þrátt fyrir þetta er útsýnið af 18. hæð einstakt. „Útsýnið er það magnað- asta sem ég hef séð. Þó manni sé aðeins ruggað,“ segir hún en MAN magazine er reyndar flutt neðar í turninn þannig að Björk þarf að gera sér ferð upp til að njóta útsýnisins. Albert Ómar Guðbrandsson, umsjón- armaður fasteigna á Höfðatorgi, kannast við að hafa heyrt af því að starfsfólk á efri hæðum turnsins upplifi sumt hvert sjóveiki þegar illa viðrar. „Ég hef heyrt þetta en ég hef samt verið staddur uppi á 20. hæð og ekki orðið var við neitt, en auðvitað vaggar svona hús eitthvað pínulítið.“ Albert var kallaður „hetja dagsins“ þann 2. nóvember 2012 þegar hann stóð vaktina við Höfðatorg í óveðri sem þá geisaði og aðstoðaði veðurbarða vegfarendur sem hreinlega fuku. „Það var versta veður sem hefur komið síðan ég byrjaði hér. Þá voru háskólamenn með mæli efst í turninum og ég fékk þær upplýsingar að þá hafi turninn sveiflast um 3 sentimetra, það er 1,5 sentimetra í hvora átt. Sá mælir var í um 72 metra hæð,“ segir hann. Albert bendir á að útveggirnir séu úr gleri sem er gert til að svigna og þegar þrýstingurinn er sem mestur breytist loftþrýstingurinn inni. „Þetta er allt eðlilegt. Á sumum efri hæðunum eru líka hangandi loftljós sem sveiflast eins og róla og eykst sveiflan eftir því sem vindurinn stendur lengur,“ segir hann og telur að það geti aukið á að fólk upplifi sjóveiki. „Eflaust er líka mis- jafnt hvernig fólk upplifir svona lagað,“ segir Albert. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  Hvalveiðar Íslendingar fá engan skilning á Hvalveiðum sÍnum Hjá viðskiptaaðilum erlendis Þrýstingur á að sniðganga íslenska framleiðslu eykst Hvalveiðar Íslendinga mæta engum skilningi hjá neytendum og viðskipta- vinum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í Þýskalandi, segir dr. Peter Dill, forstjóri fisksölufyrirtækisins Deutsche See í Bre- merhaven, í samtali við Fréttatímann. „Það er í eindreginni mótsögn við þá ímynd sem Ísland hefur í Þýskalandi að landið sé enn tengt hvalveiðum,“ segir hann. „Bæði viðskiptavinir okkar og neyt- endur almennt í Þýskalandi eru algjörlega á móti þessu og hafa alls engan skilning á afstöðu Íslendinga til hvalveiða. Þótt Íslendingar kunni að geta fært þau rök fyrir afstöðu sinni að hvalveiðarnar séu sjálfbærar þegar litið er á stofnstærð lang- reyðar og hrefnu þá mætir það sjónarmið engum skilningi hér í Þýskalandi. Það er einnig mjög erfitt að leggja mat á sann- leiksgildi slíkra staðhæfinga utan frá.“ „Það er nokkuð greinileg hreyfing í þá átt – meðal almennings og á sam- félagsmiðlum – að sniðganga eigi fram- leiðsluvörur Íslendinga,“ segir hann líka. Peter Dill telur einnig að geti skaðað til- raunir sem nú eru í gangi til þess að bæta ímynd íslenskra sjávarafurða: „Ísland er um þessar mundir að móta og kynna nýtt vörumerki og lógó fyrir íslenskar sjávarafurðir undir heitinu ‘Icelandic Res- ponsible Fisheries’ (IRF),“ segir hann. „Það er alveg augljóst að trúverðugleika þess starfs er teflt í hættu með því að jafn- framt séu í gangi stöðugar umræður um hvalamálin.“ Peter Dill segist sannfærður um að Ísland þurfi með tímanum að breyta afstöðu sinni og hætta hvalveiðum. Hug- myndir manna og gildi í samfélaginu séu að breytast. „Það þarf ekki að taka það fram að allur efnahagslegur ávinningur eða hagnaður af hvalveiðum mun hverfa, ef hann er ekki nú þegar að engu orðinn,“ segir Peter Dill. Sjá fréttaskýringu á bls. 28-31. -pg  arkitektúr turninn á Höfðatorgi sveiflast Í roki Á sumum efri hæðun- um eru líka hangandi loftljós sem sveiflast eins og róla. Sjóveiki í turninum á Höfðatorgi Sjóveiki hefur gert vart við sig hjá starfsfólki á efstu hæðum turnsins við Höfðatorg þegar hvessir og dæmi eru um að fólk hafi tekið sjóveikitöflur þegar verst viðrar. Umsjónarmaður fasteigna við Höfðatorg segir eðlilegt að turninn vaggi eilítið í vonskuveðri en samkvæmt mælingum sveiflaðist turninn um 3 cm þegar verst lét. Björk Eiðsdóttir, annar ritstjóri MAN magazine, segist í verstu vindhvið- unum hafa þurft að halda í skrifborðið með annarri hendinni og pikka á lykla- borðið með hinni. Turninn er um 72 metrar á hæð og þegar verst viðrar sveiflast efsti hluti hans um 3 cm í hviðum. Ljósmynd/Hari Stuðningur við ríkis- stjórnina minnkar Um 37% landsmanna segjast nú styðja ríkis- stjórnina, samkvæmt niðurstöðum nýjasta þjóðarpúls Gallups. Stuðningsmennirnir eru nú fimm prósentum færri en í síðasta mánuði. Rúm 24% segjast mundu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn en 13% Framsóknarflokkinn. Helstu breytingar milli mánaða eru þær að fylgi Framsóknar minnkar um 2% en fylgi Bjartrar framtíðar eykst að sama skapi. Rúm 18% segjast mundu kjósa Bjarta framtíð, tæp 17% styðja Samfylkinguna. Fylgi VG mælist rúm 12% en rúm 9% styðja Pírata. Kennarar gagnrýna kosningaauglýsingu Halldórs Kennarasamband Íslands sakar Halldór Halldórsson, borgarstjóraefni Sjálfstæð- isflokksins, um gífuryrði, sleggjudóma og tvískinnung. Samþykkt var harðorð ályktun á þingi Kennarasambandsins í gær í tilefni af auglýsingu um skólamál sem Halldór og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík birtu í Fréttablaðinu í gær: „Í auglýsingunni er staðhæft að skólakerfið hafi brugðist börnunum okkar. Bætt er við að skólakerfið hjakki í sama farinu. Þessum gífuryrðum og sleggjudómum mótmælir þing KÍ harð- lega,“ segir þar. Kennarar segja innihald auglýsingar- innar í fullkomnu ósamræmi við orð Halldórs þegar hann ávarpaði þing KÍ á þriðjudag. „Þar sagðist hann vera talsmaður samstarfs og sátta í skóla- og mennta- málum. Slíkt ósamræmi milli þess sem Halldór segir milliliðalaust við kennara á þingi þeirra og þess sem hann segir almenningi í auglýsingunni er óskiljan- legt,“ segja kennarar og lýsa furðu sinni á staðhæfingunum í auglýsingunni. Einhverfusamtökin og Borgarleikhúsið standa fyrir málþingi um ein- hverfu á Stóra sviðinu á laugardag. Málþingið er haldið í tilefni af alþjóð- legum degi einhverfu, sem er 2. apríl, og í tengslum við sýninguna Furðulegt háttalag hunds um nótt sem fjallar um einstakan dreng. Fjórir valinkunnir fyrirlesarar flytja erindi: Dr. Evald Sæmundsen, sviðsstjóri rannsókna á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, Jarþrúður Þórhallsdóttir, fötl- unarfræðingur og höfundur bókarinnar „Önnur skynjun - ólík veröld“, Laufey I. Gunnarsdóttir, þroska- þjálfi og einhverfuráð- gjafi og Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, doktors- nemi í þýðingafræði. Pallborðsumræður verða að erindum loknum þar sem fyrirlesarar og einstaklingar á einhverfurófi sitja fyrir svörum. Málþingið er öllum opið. Málþingsgestir eru hvattir til að tryggja sér miða á Furðulegt háttalag hunds um nótt þetta laugardagskvöld en hluti af ágóða þeirrar sýningar rennur til Einhverfusamtakanna. Efnt verður til umræðna með aðstandendum sýningar að henni lokinni, um klukkan 22. - eh Bjarni vill hækka bónusa bankamanna Nýtt lagafrumvarp sem Bjarn Benediktsson fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi gerir ráð fyrir að hægt verði að fjórfalda bón- usa til starfsmanna í fjármálafyrirtækjum frá því sem nú er. Viðskiptablaðið segir frá þessu. Verði frumvarpið að lögum geta fjármálafyrir- tækin veitt starfsmönnum sínum kaupauka sem jafngilda allt að 100% af árslaunum, séu ákveðin skilyrði uppfyllt. Ef hlutfall kaup- aukans á að vera hærra en 25% af árslaunum þarf hluthafafundur að samþykkja það með að minnsta kosti tveimur þriðju hlutum atkvæða. 2 fréttir Helgin 4.-6. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.