Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Page 16

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Page 16
velclar leiðina að því marki að gera arðsemi fyrr- greindra aðferða að veruleika. H'eppilegast er því að styðja og styrkja betur en nú er gert allt það, sem lífvænlegt er þegar fyrir hendi hér á landi í fiskrækt og fiskeldi. Athugun á fiskeldisaðstöðu Á vegum Veiðimálastofnunar hefur verið gerð sérstök frumathugun á rúmlega 100 stöðum hér á landi gagnvart aðstöðu til fiskeldis. Athuganir þessar voru gerðar á Norðurlandi árið 1969 og 1970 og á Suðurlandi 1971. Athuganir sumarið 1969 og 1970 náðu til tæplega 40 staða á Norður- landi, og sumarið 1971 voru athugaðir um 60 staðir í 11 hreppum í Árnes- og Rangárvallasýsl- um. Mun þessu starfi væntanlega verða haldið áfram á sumri komanda í Rangárvalla- og V.- Skaftafellssýslu. Síðan verða aðrir landshlutar teknir fyrir eftir því, sem aðstæður leyfa. Stuðningur sveitarstjórna við veiðimálin Sveitarstjórnir geta með ýmsu móti stuðlað bæði beint og óbeint að bættum hag veiðimála, er treystir búsetu í strjálbýlinu. Þetta getur m.a. gerzt með því, að þær hvetji til og styðji stofnun veiðifélaga og taki framkvæmdir á sviði veiðimála inn í landslilutaáætlanir, svo sem fiskeldisstöðvar, veiðimannahús og fleira. Þá er hægt að greiða fyrir bættri aðstöðu við móttöku ferðamanna, sem sækja til stangaveiða. í því sambandi kemur ýmis- legt til greina, er hvetur til samvinnu með ýmsum aðilum í héruðunum um þessi mál. 110 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.