Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Page 34
fram fór aðalmat fast'eigna um 1940, og er
það síðasta heildarmatið, sem hér hefur verið
gert, að undanskyldu því, sem nú liggur frammi.
Árið 1955 voru liins vegar sett lög um sam-
ræmingu á mati fasteigna. Samkvæmt þ'eim lög-
um var gerð endurskoðun á fasteignamatinu frá
1940 með tilliti til þeirra verðbieytinga, sem átt
höfðu sér stað á því tímabili, og lagfæring var
gerð vegna nýrra íramkvæmda. Af þessu leiðir,
að það fasteignamat, sem við búum við í dag, er
að stofni til aðalmatið frá 1940 með þeirri endur-
skoðun, sem framkvæmd var á því á árunum
1955—1957, ásamt þeim millimötum, sem síðan
hafa átt sér stað vegna nýrra framkvæmda, en
verðmætisniðurstöður þeirra mata eru byggðar á
þeim verðstuðlum, sem ákveðnir voru árið 1967.
Það aðalmat fasteigna, sem nú hefur verið
unnið og lagt fram, 'er l’ramkvæmt samkvæmt lög-
um nr. 28 frá 29. apríl 1963 og reglugerð nr. 301
frá 1969 og reglugerðarbreytingu nr. 211 frá
1970. f þeim lögum er kveðið svo á, að allar fast-
eignir á landinu skuli skrá og m'eta til peninga-
verðs, nema þær séu sérstaklega undanþegnar
mati samkvæmt lögunum. Þá eru einnig skýr
ákvæði um, að land og lóðir skuli meta sér og
liús og önnur mannvirki sér.
Niðurstaða matsins á að miðast við það gang-
verð, sem líklegt er, að viðkomandi fasteign
myndi liafa í kaupum og sölum á frjálsum og
óþvinguðum markaði, og skal miða við stað-
greiðsluverð, samkvæmt reglugerðarákvæði.
Þetta aðalmat fasteigna er framkvæmt af fast-
eignamatsnefndum, sem skipaðar eru ein í
Reykjavík og ein í hverjum kaupstað og hverri
sýslu. Hér er um jjriggja manna nefndir að ræða
á hverjum stað. Nefndir þessar, eða starfsmenn
þeirra, annast alla skráningu, upplýsingasöfnun
og matsákvarðanir undir yfirstjórn þriggja
manna yfirfasteignamatsnefndar, en hlutverk
liennar er að hafa á hendi skipulagningu verks-
ins og endurskoða og samræma matsniðurstöður
milli hinna einstöku nefnda, ef ástæða er til. Hún
sér og um útgáfu fasteignamatsbóka, eftir að
matið liefur verið lagt fram á hverjum stað og
leiðréttingar hafa verið gerðar og kærur úrskurð-
aðar.
Skráning
Markmið skráningar er margþætt. Skráningin
er safn upplýsinga um staðreyndir. Allar upplýs-
ingar varðandi hverja fasteign flokkast eftir eðli
þeirra og mikilvægi.
Grundvöllur fyrir skráningu fasteigna er land
eða liver sá afmarkaður reitur á yfirborði lands-
ins, Sem hefur sérgreindan eigna- eða afnotarétt.
Lögin frá 1963 kveða svo á, að við þetta mat skuli
hafizt handa um að koma upp sem nákvæmastri
skráningu fasteigna í landinu, „matrikel".
Þá er átt við skráningu hvers sérgreinds lands
eftir landfræðilegri legu þ'ess, ásamt þeim rnann-
virkjum, sem á hverju landi eða lóð hafa ver-
ið gerð.
Grundvöllur slíkrar skráningar byggist á ná-
kvæmri kortlagningu landsins. Því fer liins vegar
víðs fjarri, að til sé það nákvæm landmæling og
kortagerð, að þetta verk sé framkvæmanlegt að
fullu, eins og nú er.
Þéttbýlisstaðirnir, einkanlega þó þeir stærstu,
vinna hins vegar markvisst að því að 'eignast full-
komna mælingu og kort, mæliblöð af þeim
löndum og lóðum, sem innan lögsögu þeirra
liggja, og sér í lagi því landi, sem skipulagt hefur
verið til bygginga. Hér er um mjög aðkallandi
verkefni að ræða og ekki sízt vegna þess, að í allt
of mörgum tilfellum eru mörk milli fasteigna,
landmörk, ekki ljós eða afdráttarlaus. Kemur þar
livorttveggja til, að ekki h'efur í fyrstu verið
gengið nægilega frá landmælingum og landmörk-
um eða þau gjarnan breytzt. Oft hefur breyting
á orðið vegna skipulags, en samningar eða aðrar
eigna- eða afnotaheimildir hafa ekki tekið breyt-
ingum til samræmis við það. Hins vegar 'eru hin
sýnilegu viðmiðunartákn um landamerki oft og
einatt horfin, og kennileiti vilja gjarnan glatast
eða gleymast. Þessu verður því aðeins kippt í
fullkomið lag, að örugg landmæling og kortlagn-
ing sé til, sem tengd sé einu og sama hnitkerfi fyr-
ir landið í heild.
Varðandi skráningu lóða og landa og hvers
konar mannvirkjagerðar 'er stefnt að staðgreini-
skráningu (matrikel) í landinu. Varðandi upplýs-
SVEITARSTJÓRNARMÁL