Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Page 49
ÉS5
FHÁ___Q_
SVEITAR-
HVAMMSTANGA-
HREPPUR
Hitaveita
Framkvæmdir eru nú að hefjast
við lagningu vatnsæðar undir heitt
vatn frá Laugarbökkum í Miðfirði
til Hvammstanga og við lagningu
hitaveitukerfis um þorpið.
Fullvíst þykir nú, að nægilegt
heitt vatn hafi fengizt til hitaveit-
unnar fyrir þorpið, og er það
árangur af margra ára tilraunum
til þess að finna nægilegt vatns-
magn. Boranir eftir heitu vatni
hófust við Ytri-Reyki hjá Laugar-
bakka í Miðfirði á árinu 1964.
Þá fengust 3—4 sek/lítr. af vatni,
en á síðasta ári fengust við borun
10—12 sek/lítr. til viðbótar. Þótti
þá sýnt, eftir að fengizt liöfðu nær
16 sek/lítr. að nægilegt vatnsmagn
myndi fást í hitaveitu fyrir kaup-
túnið. Við frekari borun og dýpk-
un á fyrri liolum liafa fengizt um
8 sek/lítr. lil viðbótar. Talið er, að
14 sek/lítr. dugi í liitaveitu fyrir
Hv'ammstanga. Samskóli hrepp-
anna að Laugarbakka og íbúðar-
húsahverfið þar nýtur einnig góðs
Brynjólfur Svelnbergsson,
oddvltl Hvammstangahrepps
af þessu aukna vatnsmagni, sem nú
hefur fengizt. Vatnið er um +97°C.
Hitaveitulögnin frá Laugarbökk-
um til Hvammstanga er 8 km að
lengd, og verður vatnið leitt eftir
6 tommu víðum asbeströrum. Jöfn-
um höndum er nú unnið að lagn-
ingu hitaveitu um kauptúnið. Von-
ir standa til, að takast megi að
tengja 80% af húsum við hita-
veitukerfið fyrir jól. Verkfræðistof-
an Fjarhitun liefur hannað verkið.
Gert er ráð fyrir, að stofnkostnað-
ur hitaveitunnar verði 24 millj. kr.
Sameinast um
brunavarnir
Nýlega hefur tekizt samkomulag
milli allra hreppa i Vestur-Húna-
vatnssýslu um að standa sameigin-
lega að brunavörnum í sýslunni.
Brunalið var endurskipulagt á
Hvammstanga og annast ]>að
slökkvistarf í öllum hreppunum.
Aðrir hreppar sýslunnar hafa keypt
sameiginlega og lagt til nýlegan
Bedford-slökkvibíl frá Bretlandi.
Hvammstangahreppur og sýslufé-
lagið reistu sameiginlega hús undir
slökkvibílinn og sjúkrabíl, sem rek-
inn er af sýslufélaginu í tengslum
við sjúkrahúsið. Má nú segja, að
brunavörnum sé allvel komið í
byggðarlaginu. Slökkvistjóri er
Stefán Þórhallsson.
m M CjTr~i
JM
Þessi kuldalega mynd á aS undlrstrlka glldl hltaveitu fyrir staS eins og Hvammstanga. Ljósmyndina tók Mats Wibe Lund, jr. fyrlr nokkrum
árum, þegar hafíslnn lónaSI útl fyrlr og lokaSi slglingaleiSum á Húnaflóa.
SVEITARSTJÓRNARMÁL