Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 9
við það frumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi. Verði það frv. að lögum, þarf tala þessi að leið- réttast til samræmis. 5) Aukin þátttaka i kostnaði við akstur skóla- barna. Hugmynd um aukna þátttöku sveitarfé- laga í kostnaði við akstur skólabarna úr 15 í 25% stangast á við það meginsjónarmið sveitar- félaganna, að ríkinu beri að greiða kostnað vegna aðstöðujöfnunar og leiðir síður en svo til hreinni samskipta. Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga telur það forsendu fyrir jákvæðri afstöðu sinni til um- rædds verkefnaflutnings, a) að heimildir fáist til fullrar nýtingar tekju- stofna sveitarfélaga, b) að gengið verði frá uppgjöri við einstök sveit- arfélög vegna yfirtöku verkefna, c) að tryggt verði, að stjórn þeirra verkefna, sem yfirfærð kunna að verða, verði í höndum sveitarfélaganna, d) að 14. gr. 2. mgr. laga nr. 8/1972 um tekju- stofna sveitarfélaga verði úr gildi felld, þannig að jöfnunarsjóðsframlög gangi til sveitarfélag- anna, e) að ákvæði í lögum nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga varðandi Jöfnunarsjóð sveitar- félaga verði tekin til endurskoðunar og þeim breytt þannig, að hlutdeild aukaframlaga verði aukin og þeim sveitarfélögum verði veitt auka- framlög, sem verði fyrir tjóni vegna verkefna- yfirfærslunnar. Stjórnin telur ríkisvaldinu skylt að tryggja fræðsluskrifstofum landshlutanna rekstrarfé frá næstu áramótum. Einstakir stjórnarmenn gera þetta að skilyrði fyrir fylgi sínu við þennan verk- efnaflutning. Stjórnin ítrekar fyrri skoðanir sínar og álykt- anir sambandsins, að ríkinu beri að greiða allan kostnað vegna sjúkratrygginga eins og annarra greina almannatrygginganna og að 8—10% lilut- deild sveitarfélaga í þessum kostnaði verði felld niður, enda ráða sveitarfélögin engu um þennan kostnað, sem fyrir aðgerðir ríkisvaldsins hefur vaxið stórkostlega ekki sízt á þessu ári. Loks leggur stjórn Sambands íslenzkra sveitar- félaga það til, að skipuð verði samstarfsnefnd ríkis og sveitarfélaga, sem fjalli um stöðu sveitar- félaganna, skiptingu verkefna og tekjustofna milli þeirra og önnur samskipti ríkis og sveitar- félaga. Stefnt verði að því, að nefndin skili til- lögum fyrir árslok 1976. TILFÆRSLA IMOKKURRA VERKEFIMA FRÁ RÍKI TIL SVEITARFÉLAGA samhliða aukinni hlutdeild Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í söluskatti Alþingi hefur samþykkt stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum vegna nokkurra verkefna sveitarfélaga og kostnaðar við þau. Lög þessi hafa nú verið staðfest og eru birt í A-deild Stjórnar- tíðinda númer 16—21 á bls. 200 og eru númer 94 1975. í lögum þessum birtast þæ'r niðurstöður, sem ríkisstjórnin tók ákvörðun um að fengnu áliti fulltrúaráðsfundar sambandsins 20. nóvember og samþykkt stjórnar sambandsins frá 6. desember, sem birt eru hér að framan. Lögin fela í sér eftirtaldar breytingar á kostn- aðarhlutdeild ríkis og sveitarfélaga í einstökum verkefnum: SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.