Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 25
ræsakerfinu til viðbótar við það, sem undir hraun fór. Svipað má segja um öll önnur mannvirki bæjarsjóðs, svo sem íþróttavelli, leikvelli og opin svæði. Mikil vinna og kostnaður liefur fylgt því að koma þessum málum í sæmilegt horf á ný. Hafnarmannvirki Öll skip hafnarsjóðs (dráttarbátur, lóðsbátur og dýpkunarskip) urðu fyrir verulegum skemmd- um, enda rnikið notuð við hraunkælingu og önn- ur björgunarstörf og hvergi iilíft. Hafnarmannvirki urðu og fyrir nokkrum skemmdum. Á framantöldu er að mestu búið að ráða bót. I>á féll mikill vikur í höfnina eða um 400 þús- und m3, sem nú er langt kornið að dæla upp. Sundlaug og íþróttahús Sundlaug kaupstaðarins fór undir hraun. Því var mjög aðkallandi að byggja liið bráðasta nýja sundlaug, þótt ekki væri nema til að uppfylla lagakröfur um skólasund, sem sízt rná undir höf- uð leggjast hér í Eyjum. Öll aðstaða til íþróttaiðkana undir berum himni hafði og stórversnað. Því var ákveðið að reisa hið fyrsta veglegt mannvirki, sem rúma skyldi sundlaug og íþrótta- sal. Til að flýta verkinu var santið við danskt fyrir- tæki um smíði hússins, en áður liafði verkið ver- ið boðið út innanlands og utan. Sundlaugin á að vera tilbúin 15. maí 1976 og íþróttasalurinn í júlí sama ár. Lokaorð gera betri skil og minnast á aðrar, sem ekki hafa verið nefndar. Til að sýna umfang þeirra framkvæmda, sem hér hafa verið ræddar, og annarra, sem eru i beinum eða óbeinum tengslum við gosið, skal þess getið, að kostnaður við þær er nokkuð á ann- að þúsund milljónir króna, og er þá eingöngu átt við greiðslur, sem frarn hafa farið hjá bæjar- sjóði Vestmannaeyja (og Rafveitu Vestmanna- eyja) og einvörðungu á tímabilinu 1. okt. 1973 til 30. júní 1975, en við það tímabil er efni grein- arinnar miðað. Þegar hinar miklu framkvæmdir umrædds tímabils eru hafðar í lniga, þá er það engin furða, þótt sunium „rútínu“-störfum á skrifstofum bæj- arsjóðs seinkaði meira en góðu liófi gegndi, og má þar til nefna bókhald bæjarsjóðs, en það hef- ur einfaldlega ekki haft undan við innfærslur þess aragrúa fylgiskjala, sem því berast, samtímis því að vinna upp það tímabil í gosinu, þegar bók- hald fél! að mestu niður. Þá gefur það augaleið, að á meðan á öllum þessum umsvifum hefur staðið, hafa ýmsar fram- kvæmdir, sem efst eru á vinsældalista hverrar sveitarstjórnar, orðið að bíða, og á ég þar eink- um við malbikunarframkvæmdir. Það gefur einnig augaleið, að bæjarsjóður Vestmannaeyja hefði aldrei getað staðið undir þesstim framkvæmdum án öflugs stuðnings ann- ars staðar frá. Margir aðilar hafa stutt uppbyggingarstarfið af ráðum og dáð. Má þar til nefna Viðlagasjóð, Rauða kross íslands, Hjálparstofnun kirkjunnar, Seðlabankann, Húsnæðismálastofnun ríkisins, svo að nokkrir þeirra allra stærstu séu nefndir. Þá má ekki gleyma ótalmörgum einstaklingum, félagasamtökum, sveitarstjórnum og ríkisstjórn- um, innlendum og erlendum, sem hafa allt frá fyrstu dögum gossins stutt okkur af miklum rausn- arskap, rniklu drenglyndi og mikilli karlmennsku. Vestmannaeyingar verða um alla framtíð í mikilli þakkarskuld við alla jtessa aðila. 279 Ég hef liér rúmsins vegna orðið að stikla mjög á stóru. Ýmsum framkvæmdum hefði Jiurft að SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.