Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 30
Þá er rétt. að minna á, að við setningu laga urn jöfnunargjald, sem gilda áttu út 1975, var því lýst yfir, að þá yrði jafnframt lokið ítarlegri at- hugun á rekstri Rafmagnsveitna ríkisins. Skattlagning raforku hér á landi er orðin svo veruleg, að vart verður orða bundizt. Ég veit eng- in dæmi þess í nágrannalöndum okkar, að lagður sé 33% skattur á raforku. Með ltliðsjón af hinni miklu skattlagningu og þeim fjárhagserfiðleikum, sem rafveitur og raun- ar allt þjóðarbúið býr nú við, er eðlilegt að hyggja verulega að forgangi verkefna. Því er það eðlileg spurning, hvernig íslenzka þjóðin leyfi sér að stöðva framkvæmd endanlegrar, ódýrrar virkjunar í Laxá, ákveða síðan tiltölulega stóra jarðgufuvirkjun í Kröflu, sem er alldýr frarn- kvæmd, mun líklega með tilheyrandi mannvirkj- um kosta 6—7 milljarða, og samhliða ákveða línu, sem kosta mun, ef allt er talið, 2—3 milljarða króna til að þjóna sarna hlutverki og Kröflu- virkjunin, a. m. k. fyrstu árin — og skuli bæði mannvirkin tekin í notkun samtímis. Mér sýnist sveitarfélögum nokkur vorkunn, er þau spyrja, hvort hin mikla skattlagning á raforku sé réttlát, þegar þannig er á málum haldið. Rafmagnsveit- um ríkisins er einnig vorkunn, vegna þess að þeim hefur verið falið svo mikið og erfitt verk- efni, að hvorki dugir til fé né tæknilegir starfs- kraftar. Að vísu má segja, að við stöndum á tímamótum nú árið 1975 líkt og árið 1946, er rafvæðing dreif- býlis stóð fyrir dyrum. Nú stöndum við á þeim mótum að þurfa að hefja rafhitavæðingu lands- ins. Það kallar á styrkingu rafveitukerfisins og auknar virkjanir. Þáttur orkumála, ekki einungis hér á landi, heldur í öllum löndum heims, liefur á síðustu árum orðið æ veigameiri, en jafnframt erfiðari úrlausnar. Þar blandast saman vandamál vegna olíukreppu, gerbreyttra sjónarmiða varðandi mengun og umhverfismál og loks efnahagserfið- leika og óróa á sviði gjaldeyrisviðskipta. Hér er vissulega um verðugt verkefni að fást, — verkefni, sem um þarf að fjalla af hreinskilni og með einurð í málflutningi. Þetta verkefni verður að leysa með samvinnu sveitarfélaga og rikisvaldsins og í rauninni með sameiginlegu átaki landsmanna allra. Fólkið í landinu krefst þess, að verkefni þetta verði leyst. RÁÐINIM SKRIFSTOFU- STJÓRI Gísli Jónsson, sem um árabil hefur verið starfsmaður Sambands íýlenzkra rafveitna, liefur verið settur prófessor við Háskóla ís- lands. í stað hans liefur verið ráðinn 284 til SÍR nýr starfsmaður. Heitir SVEITARSTJÓRNARMÁL hann Örlygur Þórðarson og tók við starfi skrifstofustjóra SÍR hinn 1. ágúst. Örlygur er rúmlega þrítugur að aldri, fæddur á ísafirði 19. des. 1944. Foreldrar hans eru hjónin Ingibjörg S. Jónsdóttir og Þórður Finnbogason, rafverktaki í Reykja- vík. Örlygur varð stúdent frá Verzl- unarskóla íslands 1965, tók sveins- próf í rafvirkjun árið 1970 og lög- fræðipróf frá Háskóla íslands í júnímánuði 1975. Hann hefur á sumrum starfað við raflagnir og rekstur rafverk- takafyrirtækis föður síns. Kona lians er Ólöf Guðrún Magnúsdóttir og eiga þau tvö börn.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.