Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 28
RAÐIIMN FRAMKVÆMDASTJORI SAMTAKA SVEITARFELAGA í SUÐURLANDSKJÖRDÆMI Stjórn Samtaka sveitarfólaga í Suðurlandskjördæmi liefur ráðið Guðmund Gunnarsson, verkfræð- ing, framkvæmdastjóra samtakanna. Um stöðuna sóttu 19 menn, þegar hún var auglýst til umsóknar l'yrir nokkru. Sigfinnur Sigurðsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. Guðmundur Gunnarsson er fædd- ur 25. júní 1928 á Akureyri, sonur hjónanna Sólveigar Guðmunds- dóttur og Gunnars Jónssonar, lög- regluþjóns þar. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1948 og prófi í byggingar- verkfræði frá Tækniháskólanum í Ivaupmannahöfn árið 1954. Guðmundur starfaði um skeið hjá fyrirtækinu Reginn hf., m. a. að uppsetningu radarstöðva varnar- liðsins, var bæjarverkfræðingur á Akranesi árin 1955—1957 og hafði jafnframt umsjón með hafnargerð- inni þar. Starfaði á árunum 1957— 1963 lijá Halnamálaskrifstofunni og teiknaði liafnir og hafði umsjón með gerð þeirra. Hannaði einnig Fiskeldisstöð ríkisins á Kollafirði á þessum árum og hefur teiknað marga laxastiga við ár. Frá árinu 1963 hefur Guðmundur verið fram- kvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Hönnunar hf. og í framkvæmda- stjórn Virkis hf. Guðmundur hefur í störfum sínum fyrir þessi fyrirtæki m. a. haft umsjón með hönnun hraðfrystihúsa, orkuvera og ýrnissa annarra mannvirkja, bæði einka- fyrirtækja og hins opinbera. Guðmundur er kvæntur Onnu Júlíusdótlur, og eiga þau 5 börn. JÓHANNES REYNISSON, nýráð- inn sveitarstjóri á Stokkseyri, er fæddur í Reykjavík 6. október árið 1950, sonur Elísabetar Brynj- ólfsdóttur og Reynis Ásmundsson- ar húsasmiðs þar. Jóhannes lauk gagnfræðaprófi frá Vogaskóla í Reykjavík og lærði til múrara í Iðnskólanum í Reykja- vík, og lauk því námi árið 1970. Síðast liðin þrjú ár hefur Jó- hannes starfað á skrifstofu Mið- neshrepps og var m. a. umboðs- maður Brunabótafélags íslands á staðnum. ICvæntur er Jóhannes Sigríði Ólafsdóttur frá Borgarnesi, og eiga þau eitt barn. 282 SVEITARSTJÓKNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.