Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 32
Á fjármálaráðstefnunni 1975; við borðið sitja talið frá vinstri: Heimir Ingimarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn; Lárus Ægir Guðmundsson, sveitarstjóri á Skagaströnd; Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri á Siglufirði; Ingimar Brynjólfsson, oddviti Arnarneshrepps og á hægri hluta myndarinnar Ólína Ragnarsdóttlr og Halga Emilsdóttir, bæjarfulltrúar i Grindavík og Salome Þorkelsdóttlr, varaoddviti Mosfellshrepps. sinni að nýju formi hvoru tveggja. Er jtess að vænta, að tillögur jressar ásamt skýringum verði sencl- ar sveitarstjórnum til athugunar innan skamms, eftir að stjórn sam- bandsins hefur um Jtær fjallað og fleiri stofnanir, sem láta sig Jtað varða. Uppgjör á skólareikningum Sigurður Þorkelsson, viðskipta- fræðingur í menntamálaráðuneyl- inu, gerði á fyrri degi ráðstefnunn- ar grein fyrir ýmsum nýmælum í reglugerð unt rekstrarkostnað grunnskóla og áhrifum jreirra á uppgjör skólarcikninga, að jiví er snerti rekstur. Báru fundarmenn fram margar spurningar til Sigurð- ar. Kom jiar niargt fram, sent óljóst jjótti áður. Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir 1976 Að morgni síðari ráðstefnudags- ins var fjallað um forsendur fjár- hagsáætlunar fyrir árið 1976. Ólafur Daviðsson, liagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, gerði grein fyrir áætluðum breytingum á lielztu tekjum og gjöldum sveitarsjóða 286 milli áranna 1975 og 1976. Yfirlit SVEITARSTJÓRNARMÁL hans er birt annars staðar í Jjessu tölublaði. Valgarður Baldvinsson, bæjarrit- ari á Akureyri, ræddi ýmsa þætti í gerð fjárhagsáætlunar fyrir 1976 og dreifði yfirliti, sem sýndi áætlun um rekstur og eignabreytingar bæj- arsjóðs Akureyrar á árinu 1975. Einnig fjallaði Valgarður almennt um ófyrirsóðar breytingar, sem verða á einstökum útgjaldaliðum sveitarsjóða og áhrif breytinganna á heildarútkomuna. Nefndi hann sem dæmi rnikla aukningu á út- gjöldum til tannlækninga á árinu samkvæmt nýrri skipan, sem skyld- ar sveitarsjóði til að taka á sig til- tekna hlutfallstölu lögboðins út- gjaldaliðar, sem víða mun hafa verið vanáætlaður í ár. Jón G. Tómasson, skrifstofu- stjóri hjá Reykjavíkurborg, lagði fram yfirlit, er sýndu Jtróun verð- lags ntilli áranna 1974 og 1975, að því er varðaði helztu útgjaldaliði borgarsjóðs. Einnig lagði hann frarn yfirlit, er sýndu breytingar á lilut- falli einstakra tekju- og útgjalda- liða borgarsjóðs á árunum 1972— 1975, að báðum árum meðtöldum. Samskipti sveitarstjórna og fjárveitinganefndar Jón Arnason, formaður fjárveit- inganefndar Alþingis, liafði fram- sögu um samskipti sveitarstjórna og fjárveitinganefndar. Lýsti hann áhuga sínum á nánari samskiptum þessara aðila, m. a. með heimsókn fjárveitinganefndar til nokkurra sveitarstjórna á ári hverju. Tóku menn Jreirri liugmynd vel. Fjörugar umræður urðu um þennan dagskrárlið. M. a. var rætt um uppgjör ríkissjóðs á lilutdeild ríkisins í kostnaði við akstur skóla- barna og sitthvað fleira sama eðlis. Samskipti sveitarstjórna og Hagstofu íslands Klemenz Trygguason, hagstofu- stjóri, flutti á ráðstefnunni erindi um samskipti sveitarstjórna við Hagstofu íslands. Gerði hann Jtar grein fyrir þeim þáttum í starfi Hagstofunnar, sem einkum varða sveitarfélög. Fjallaði hann m. a. urn skil sveitarsjóðsreikninga og úrvinnslu Jreirra, skýrslugerð vegna sveitarstjórnarkosninga, meðferð aðseturstilkynninga, um þjóðskrá, forðagæzluskýrslur og sittlivað fleira, sem nauðsynlegt er áð kunna skil á. Erindi liagstofustjóra birtist innan tíðar í Sveitarstjórnarmálum. Kjarasamningar við starfsmenn sveitarfélaga Magnus Óskarsson, vinnumála- stjóri Reykjavíkurborgar, gerði á fundinum grein fyrir gangi samn-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.