Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 16
„Ég er einna montnastur af barnaheimilinu af þeim fram- kvæmdum, sem unnið hefur verið að í bæjarstjóratíð minni,“ sagði Bjarni Þórðarson aðspurður um einstakar verklegar framkvæmdir, sem hann hefði beitt sér fyrir. ,,Þann vanda, að sjá fyrir dagvistun barna, höfum við leyst á myndarlegri hátt en margur annar bærinn,“ sagði Bjarni. Þessa mynd tók Hjörleifur Guttormsson af umræddu barnaheimili. samgöngum er nú liáttað, þurfa ekki allar stjórn- sýslustöðvar að vera við sömu götu. Þessi stofn- un á að vera á einum stað, hin á öðrum, og eiga þær þannig samanlagt að verða lyftistöng fyrir allt byggðarlagið. Ég óttast ekki, að Egilsstaðir taki neitt höfuðstaðarhlutverk frá Neskaupstað, Jrví að hann hefur aldrei gegnt slíku hlutverki. Það er eins með Egilsstaði eins og hverja byggð aðra, atvinnuskilyrði takmarka fólksfjöldann. Ör vöxtur Egilsstaða frá því, sem nú er, kallar á ný atvinnutækifæri, og sama máli gegnir um öll önnur byggðarlög. Samhliða aukinni fólksfjölg- un, þarf atvinnutækifærum að fjölga. Egilsstaðir gegna ákaflega mikilsverðu hlutverki, en það gera raunar einnig önnur byggðarlög á Austur- landi og á landinu öllu, þótt í mismunandi rík- um mæli kunni að vera.“ — Þú hefur lengi tekið virkan þátt í samstarfi sveitarstjórna, bæði á vettvangi Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga, á Austurlandi og í sam- starfi milli kaupstaðanna hér áður fyrr? „Já, ég man ekki að tilgreina, hve lengi ég hefi átt t. d. sæti í fulltrúaráði Sambands ís- 270 lenzkra sveitarfélaga, en í því átti ég sæti þangað SVEITARSTJÓRNARMÁL til á landsþinginu 1974. Ég var kosinn varafor- rnaður í fyrstu stjórn Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi á stofnfundi þess árið 1966. Ég sat bæjarstjórafundinn fyrri árið 1951, en þá komu bæjarstjórar allra kaupstaða á landinu saman til fundar. Síðan átti ég sæti a. m. k. á þremur fulltrúafundum kaupstaðanna á Vest- ur-, Norður- og Austurlandi árin 1955, 1956 og 1957. Aðal starfsvettvangur minn hefur þó verið liér heima og störfin út á við aðeins verið nokk- urs konar upplyfting frá daglega vafstrinu heima fyrir.“ — Oft lagðir þú samt orð í belg á þessum fundum? „Já, ætli þeir séu ekki færri fundirnir, sem ég hefi setið þegjandi. Satt að segja held ég, að þeir hafi engir veiið. Ég hefi þennan ósið, að vera alltaf kjaftandi." — Finnst þér, að þú hafir oft talað fyrir dauf- um eyrum? „Nei, mér finnst þvert á móti, að menn hafi Ijáð máli mínu eyra og oft tekið töluvert rnark á mér.“ Unnar Stefánsson.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.