Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 13
,,/Etli þú hafir ekki vinninginn, hvaS ára- fjölda snertir," gæti Bjarni Þórðarson, til vinstri, hafa verið að segja við Ásgrím Hartmannsson, fv. bæjarstjóra á Ólafsfirði, þegar þessi Ijósmynd var tekin. Ásgrímur var bæjarstjóri í 28 ár, frá 1946—1974, en Bjarni í 23 ár, frá 1950—1973, en hann var einnig bæjarstjóri um skeið árið 1946, þannig að báðir hófu þeir bæjarstjóraferil sinn á sama ári. Ásgrímur hafði þó verið í hreppsnefnd Ólafsfjarðarhrepps frá árínu 1942. Báðir hafa þeir Bjarni og Ásgrímur verið framámenn í sveitarstjórnarmálum í landinu og lengi átt sæti í fulltrúaráði sambandsins. Ljósmynd þessi var tekin á fundi í fulltrúaráði sambandsins 27. marz 1973. Á milli þeirra sér á þriðja samtíma- mann á vettvangi sveitarstjórnarmála, H.'álm- ar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóra. Við mun- um innan tíðar eiga samtal við hann hér í tímaritinu, en samtal við Ásgrím Hart- mannsson birtist í 3. tbl. 1972. (Ljósm. G. Vigfússon). „Þau hafa nú að mestu verið þessi hefðbundnu þjónustuverkefni sveitarfélaganna. Af einstökum framkvæmdum má helzt nefna byggingu sjúkra- húss, sem tók til starfa fyrir 18 árum, byggingu gagnfræðaskóla og veglegs dagheimilis, svo ég hygg, að sambærileg bæjarfélög önnur hafi ekki leyst það mál á myndarlegri hátt. Og ekki má gleyma hafnargerðinni. Fyrir 30 árum tók til starfa dráttarbraut, sem hafnarsjóður byggði. Hún var stækkuð mjög mikið fyrir nokkrum ár- um og getur tekið á land skip eins og togarann Barða, sem er um það bil 400 tonn að stærð. Fyrir nokkrum árum var svo hafin hafnargerð inni í fjarðarbotni. Hún hefur gengið heldur liægt, þangað til í ár, að mjög mikið hefur ver- ið unnið að lrenni og er unnið enn, enda knýj- andi nauðsyn að gera þar stórframkvæmdir vegna þess að loðnubræðslan eða síldarverksmiðjan, sem nú er verið að reisa í stað þeirrar, sem fór í snjóflóðunum í vetur, er byggð við þessa höfn. Önnur stórframkvæmd er sú, að við sjúkrahús- ið er verið að reisa viðbyggingu, sem er þrisvar sinnum stærri að rúmmáli en gamla húsið, og er það nú að verða fokhelt. Þá höfum við reist glæsilegt íþróttahús. Það er ákaflega mikið notað bæði fyrir skólaleikfimi og af almenningi. Úti- sundlaug er í bænum ágæt. Áhugi er á því að stækka íþróttahúsið, og er þá talað um, að í kjallara viðbyggingarinnar verði komið fyrir sundlaug fyrir skólasundið, svo að það geti fall- ið inn í stundaskrá skólanna." — Bæjarstjórnarpólitíkin í Neskaupstað fyrr á árum liefur síðar fengið á sig nokkurs konar ævintýrablæ. Hvað vilt þú segja um það? „Þegar við kommúnistarnir liófum afskipti af stjórnmálum, vorum við, sem mest létum að okkur kveða, aðeins 16 ára gamlir og þótt- um nokkuð harðskeyttir. Alþýðuflokkurinn átti þá, eins og gefur að skilja, í ákaflega miklum erfiðleikum sem meirihlutaflokkur í bænurn á mjög miklum erfiðleikatímum. Varð okkur því mjög vel ágengt í átökunum við hann. Alþýðuflokkurinn hafði á að skipa frá- bærum leiðtoga og áróðursmanni, þar sem var Jónas Guðmundsson, og hlutum við auðvitað oft skeinur af lians hálfu eins og hann af okkar hálfu. En þessu lyktaði nú samt svo, að við bárum sigurorð af Alþýðuflokknum eftir mjög harða baráttu. Eftir kosningarnar árið 267 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.