Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 29
AÐALSTEINN GUÐJOHNSEN, formaður Sambands íslenzkra rafveitna: ÞVERBRESTIR í ORKUMÁLUM LANDSMANNA Mikið liefur verið rætt og ritað um orkumál á undanförnum mánuðum. Spyrja má, hvernig á því standi, að þjóð, sem býr í raun við allsnægtir, ekur í dýrum einkabifreiðum, ferðast til sólar- landa í sívaxandi mæli, neytir tóbaks fyrir 2 milljarða króna og áfengis fyrir 4 milljarða á ári hverju, kvartar yfir því að greiða 1 milljarð fyrir raforku til allra heimila á landinu. Einnig má spyrja, livernig þjóð, sem ekki hefur nýtt 10% af vatnsafli sínu, þurfi að líða orku- skort. Frændur vorir á Norðurlöndum trúa því naumast, að íslendingar þurfi að búa við raf- orkuskort. Við spyrjum: Hvers vegna? Eflaust er svarið við þessu margþætt. Það kann að vera að kenna m. a. andvaraleysi okkar, raf- magnsmanna og sveitarstjórnarmanna í landinu, skorti á skilningi stjórnmálamanna á mikilvægi orkumála, og líka kann það að vera að kenna að nokkru leyti vakningu almennings á umhverfis- málum og áhrifum orkuvirkja á náttúruna, sam- fara óbilgjörnum kröfurn fámennra hagsmuna- hópa, sem stjórnvöld liafa ekki treyst sér til að lægja eða kveða niður. Á alþjóða-orkumálaráðstefnu, sem haldin var í Bandaríkjunum á síðast liðnu ári, var fyrst og fremst fjallað um efnið: „Efnahags- og umhverf- iskröfur vegna orkuþarfa í framtíðinni". Þar mun hafa konrið franr það sjónarmið, að lrér sé unr eins konar vítahring að ræða; það sé ókleift að setja alls konar lrönrlur á orkuvinnslu og orku- flutning í nafni náttúruverndar, því að orka, og þá sérstaklega raforka, sé alger undirstaða þess, að hægt sé að halda umhverfinu lrreinu, undir- staða þess að afla fæðu, framleiða lyf, starfrækja vatnsveitur, frárennsliskerfi og hvers konar hreinsikerfi. Þá er ljóst, að stjórnmálamenn mega ekki láta blekkjast af einhliða áróðri um náttúruvernd til þess að spillt verði eðlilegri þróun orkumála. Því miður líða margir fyrir slík rnistök nú. Vandamál raforkuiðnaðarins eru vissulega margþætt: orkuvinnsla, orkudreifing, skipulags- mál, tæknimál og fjármál; varðandi fjármálin t. d. afskipti ríkisvaldsins af fjármálum og gjald- skrármálum rafveitna. Þótt fjármálin virðist ef til vill erfiðust, tel ég, að skipulagsmálin séu í raun mikilvægust, enda myndu rnörg vandamál leysast, ef farsæl lausn fyndist á skipulagsmálum raforkuiðnaðarins. Samband íslenzkra rafveitna og Samband ís- lenzkra sveitarfélaga héldu ráðstefnu um skipu- lag raforkumála í október 1972 og gerðu um það ályktun. Ég tel æskilegt, að stjórnvöld tækju hana sem fyrst til gaumgæfilegrar athugunar. SVEITARSTJ ÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.