Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 20
m DagheimiliS Rauðagerði. að nægilegt væri að bora fáar holur niður fyrir sjávarmál og dæla upp heitum sjó. Hugmyndin byggðist á því, að nýja hraunið væri nægilega sprungið til að fá hæfilegt aðstreymi sjávar að borholu, og mætti á þann hátt nýta hita frá stór- um svæðum hraunsins með fáum borholum. Um mitt ár 1974 sá Orkustofnun ríkisins um borun einnar tilraunarholu. Hitinn reyndist yfir- drifinn, eins og við mátti búast, enda borað í gegn um bráðið hraun mest af leiðinni (yfir 700 stiga heitt), en aðstreymi sjávar að holunni reynd- ist ekkert. Vel má vera, að þessi aðferð verði síð- ar meir nothæf, þegar hraunið fer að setjast meira til og springa. Ýmsar aðrar hugmyndir um aðferðir til nýt- ingar hitans hafa komið fram, og er nú verið að prófa sumar þeirra. Eins og áður segir, lofa þær tilraunir góðu. Vikurhreinsun Segja má, að vikurhreinsun hafi hafizt á fyrstu vikum gossins. í byrjun var tilgangurinn þrenns 274 konar: 1. Að halda opnum götum og bryggjum fyrir umferð brunabíla og annarra bifreiða, sem nauðsynlegar voru við björgunarstörfin. 2. Að létta fargi af húsþökum. 3. Að fá efni í varnargarða. Þegar fram í apríl kom, hófst hin eiginlega hreinsun. Fyrst þannig, að notaðir voru bílar og tæki, sem ekki voru bundin við önnur nauðsyn- leg verk þá stundina. í maíbyrjun var svo hafizt handa af fullum krafti og yfir hásumarið var unnið allan sólar- hringinn. Nú er búið að hreinsa hátt í 2.2 milljónir m3 af vikri og um 200 þúsund tonn af hrauni. Fram að 1. október 1973 var hreinsunin alfarið á vegum Viðlagasjóðs, en síðan á vegum bæjar- sjóðs með fjárstuðningi Viðlagasjóðs. Viðlaga- sjóður hefur, einnig eftir 1. október 1973, séð um ákveðna þætti hreinsunarinnar. Uppgræðsla Mikið hefur verið unnið að uppgræðslu og er enn. Of mikil áherzla verður aldrei lögð á vikur- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.