Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 9
fegursta mannvirki og kemur til með að verða mikil
staðarprýði.
Sveitarstjómarmál
Ekki hafa verið miklar hreyfingar í stjórn sveitar-
félagsins. Eins og áður segir, var Karvel ögmunds-
son oddviti í 20 ár, við af honum tók Ólafur Sigur-
jónsson, hreppstjóri, og gegndi starfi oddvita í 12 ár.
Ingvar Jóhannsson varð oddviti árið 1974 og gegndi
því, þar til hann varð forseti bæjarstjórnar, er
bærinn hlaut kaupstaðarréttindi.
Jón Asgeirsson var ráðinn sveitarstjóri árið 1955
Sjálfstæðisflokkurhafði meirihluta í sveitarstjórn í
Njarðvík frá 1942—1962, árin 1962—1966 var sam-
stjórn Alþýðuflokks og vinstrimanna; 1966—1970
var samstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks;
1970—1974 stjórnuðu Alþýðuflokkur, Framsóknar-
flokkur og Alþýðubandalag. 1974 fékk Sjálfstæðis-
flokkur hreinan meirihluta.
Bæjarstjórn er nú þannig skipuð: Frá Sjálfstæðis-
flokki: Ingvar Jóhannsson, Ingólfur Aðalsteinsson,
Áki Gránz, Arndís Tómasdóttir. Frá Alþýðuflokki:
Hilmar Þórarinsson (tók við, er Ólafur Sigurjónsson
féll frá). Frá Alþýðubandalagi: Oddbergur Eiríksson
og frá Framsóknarflokki: Ólafur í. Hannesson.
oggegndi því starfi til l.september 1974, eðai 19 ár.
Á myndinni eru, talið frá vinstri: Óiafur
Sigurjónsson (látinn), oddviti
1962—1974 eða í 12 ár, Ingvar
Jóhannsson, oddviti 1974—1976 og
forseti bæjarstjórnar síðan, og lengst
til hægri Jón Ásgeirsson, sem var
sveitarstjóri hreppsins 1955—1974
eða í 19 ár og hefur gegnt starfi
sveitarstjóra einna lengst þelrra, sem
verið hafa sveitarstjórar á landi hér.
255
SVEITARSTJÓRNARMÁL