Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 14
Skuttogarar í slipp í Njarðvík. Ljósmyndirnar með greinlnni tók Ljósmyndastofa Suðurnesja, ef ekki er annað fram tekið. að Grindavík og Sandgerði hafa sitt eigið slökkvilið, en samvinna er á milli. Dvalarheimili aldraðra tók til starfa í Garðinum í haust. Að því standa öll sveitarfélögin utan Grinda- vík. Heilbrigðisfulltrúinn er einn fyrir Suðurnes og hefur aðsetur í Njarðvík. Auk þess er samvinna um ýmis önnur smærri mál, til hagsbóta fyrir sveitarfélögin. Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna er Sam- starfsnefnd sveitarfélága á Suðurnesjum. I henni eiga sæti framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Nefndin kemur saman til funda mjög reglulega. Hún hefur nú starfað í 5 ár og á margan hátt sannað ágæti sitt. Atvinnulíf Athafna- og atvinnulíf er með miklum blóma í Njarðvík. Þar eru nú 16 fiskverkunarstöðvar, þar af þrjú frystihús, skipasmíðastöð, þrjár vélsmiðjur, nokkur þungavinnuvélafyrirtæki, gluggaverk- smiðja, steypustöð, plastgerð, nokkur trésmíðaverk- stæði auk annarra smærri iðnfyrirtækja. Afkoma fólks hefur á undanförnum árum verið með ágætum og atvinnuleysi óþekkt. Líðandi stund Verkefni líðandi stundar eru margvísleg, eins og í öðrum sveitarfélögum. Byggðaþróun er jöfn, og eru nú í byggingu um 110 íbúðir, 'misjafnlega langt komnar, auk þess um 15 hús fyrir ýmiss konar starf- semi Unnið er að nýju skipulagi fyrir Innri-Njarðvík, vatnsveituframkvæmdum er að ljúka, nýlokið er við grunnskóla og bókasafn, unnið er að undirbúningi gatna undir slitlag, og ráðgerðar eru miklar fram- kvæmdir í þeim efnum sumarið 1977 o. fl. o. fl. Landshöfnin hefur undanfarin tvö ár verið stór- bætt og umferð um hana hefur aukizt til muna. Þetta og margt fleira stuðlar sameiginlega að því, að Njarðvíkingar líta björtum augum til framtíðarinn- ar. Hagur sveitarfélagsins er góður. Framkvæmt hefur verið á hverjum tíma eftir því, sem efni og aðstæður sveitarfélagsins hafa leyft. Syrt hefur í álinn um sinn vegna erfiðleika sjávarútvegs á svæðinu, en öll él birtir upp um síðir. Suðurnesjamenn hafa sótt fast sjóinn á undan- förnum árum og gera enn. Bjartsýni og fram- kvæmdavilji hefur einkennt fólkið og fleytt því yfir erfið tímabil, og svo mun einnig verða nú. 260 SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.