Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 41
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON, kennari: ÞÁTTUR SKÓLA OG SVEITARFÉLAGA í UMFERÐARFRÆÐSLU Það sem af er þessari öld, hafa lifnaðarhættir manna breytzt meira en samtals á mörgum öldum áður. Þetta á ekki hvað sízt við um öra þróun í samgöngutækni og fjölgun hinna ýmsu tegunda samgöngutækja. Fjölgun ökutækja hefur verið mjög mikil á síðasta áratug, en fyrir tæp- lega 9 árum (26.5. ’68), þegar skipt var frá vinstri yfir í hægri umferð, var bifreiðaeign landsmanna aðeins 43.000. Bifreiðaflotinn er nú rúmlega 70.000 bifreiðar af tæplega 200 gerðum. Þá má nefna önnur ökutæki eins og bifhjól, vélhjól, reiðhjól, dráttarvélar og beltabifhjól (vél- sleða). Af þessu má sjá, að þær kröfur, sem gera verður til ýmissa þátta um- ferðarinnar, eru vaxandi. Helztu þættir, sem til greina koma, þegar rætt er um umferðaröryggi, mætti nefna: ökutækið, veginn, manninn og umferðarlögin. Af öllum tjónum og slysum í umferðinni er talið, að 80— 90% sé beint eða óbeint ökumann- inum að kenna. Umferðin í dag gerir meiri kröfur tii likamlegrar og and- legrar hæfni vegfarenda en margir hverjir fá risið undir. En hvað er til úrbóta? Umferðarfræðsla Þrátt fyrir góð ökutæki og bættar samgöngur, eru þetta þætlir, sem eru háðir sífelldum breytingum á ytri að- stæðum, og þegar þeir bresta, reynir fyrr eða siðar á vegfarandann sjálfan. Góð þekking, bæði á sjálfum sér og umferðinni, er aflgjafi Jteirrar var- úðar, sem öllum vegfarendum kemur að gagni. Umferðarfræðslu skiptum við í fimm stig: 1. Forskólafræðsla, 3ja—6 ára. 2. Umferðarfræðsla í skólum, 6— 15 ára. 3. Almenn umferðarfræðsla, 16— 25 ára. 4. Umferðarfræðsla fyrir aldraða, 65 ára og eldri. 5. Umferðaríræðsla fyrir sérhópa, t. d. meiraprófsnámskeið. Á forskólastiginu hefur Umferðar- ráð starfrækt umferðarskólann Ungir Vegfarendur allt frá árinu 1968. öll bæjarfélög og mörg sveitarfélög landsins eiga aðild að skólanum og má fullyrða, að starfsemi skólans hafi átt sinn þátt í fækkun umferðarslysa á börnum. Skólinn starfar i formi bréfaskóla, þar sem börnin fá send verkefni, sem þau vinna með aðstoð foreldra. Að sjálfsögðu markast ár- angur að töluverðu eftir framlagi for- eldra, en á þessu tímabili, þ. e. frá 3ja—6 ára, kemur í ljós, að börn eru fljótari að tileinka sér einföldustu reglur en áður var almennt álitið. Á mörgum barnaheimilum er um- ferðarfræðslu sinnt og notuð m. a. verkefnamappa Umferðarráðs „Um- ferðarbókin mín“. Umferðarfræðslu í skólum er skipt í *.i« raBHBaag ufiianaranaar i i1I!ííiíííTí!1Lj5ííí!L2J a Verðlaunamynd úr telknlmyndasamkeppnl 9 ára skólabarna í aprílmánuði 1976. Myndlna gerði Guðný Hafdís Hlll í Sandgerðl. SVFJTARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.