Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 6
Séð yfir byggðina í Njarðvíkurkaupstað
Eins og áður segir, var Njarðvíkurhreppur eldri
stofnaður árið 1889 og stóð sem slíkur til ársins 1908.
Það ár var verzlunarlóð Keflavíkur stækkuð, og
jafnframt er Keflavík sameinuð Njarðvíkurhreppi,
sem breytti við þessa viðbót um nafn og nefndist
Keflavíkurhreppur. Nafni Rosmhvalaneshrepps,
sem Keflavík tilheyrði þá, var jafnframt breytt og
hann nefndur Gerðahreppur.
Næsta breyting á sér stað árið 1942, en þá er
Keflavíkurhreppi skipt í tvö sveitarfélög, Kefla-
víkurhrepp og Njarðvíkurhrepp, vegna eindreginna
óska íbúa í Njarðvíkum. Skiptingin var heimiluð
með bréfi atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins
22. janúar árið 1942.
í marzmánuði árið 1942 fara síðan fram fyrstu
kosningar til hreppsnefndar. Var kosið óhlut-
bundinni kosningu.
Fyrstu hreppsnefnd skipuðu Karvel Ögmundsson,
Magnús Ólafsson, Sigurður Guðmundsson, Sigur-
geir Guðmundsson og Bjarni Einarsson.
HREPPSNEFND
NJARÐVÍKUR
1942
Oddviti
mó'
252
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Fyrsta hreppsnefnd
Njarðvíkurhrepps.